fbpx
Þriðjudagur 27.október 2020
Pressan

Norskur ríkisborgari er talinn tengjast einum skelfilegustu hryðjuverkasamtökum níunda áratugarins

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. september 2020 22:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 1991 hefur maður nokkur búið í Skien í Noregi. Hann var nýlega handtekinn að beiðni franskra yfirvalda sem gruna hann um aðild að mannskæðri hryðjuverkaárás í París 1982. Maðurinn er talinn hafa verið í hryðjuverkahópi sem var kenndur við Abu Nidal en hann stóð fyrir hryðjuverkum í 20 löndum og varð um 900 manns að bana.

Það var síðdegis þann 9. ágúst 1982 sem hópurinn réðst til atlögu í Rue des Rosiers, sem er gamla gyðingahverfið í París. Þar sátu 55 manns við borð á veitingastaðnum Chez Joe Goldberg. Handsprengju var kastað inn og tveir menn ruddust inn, drógu upp vélbyssur og byrjuðu að skjóta á gestina. Þeir hlupu síðan út aftur og köstuðu annarri handsprengju inn. Á leiðinni út tæmdu þeir úr byssunum á fólk á gangstéttinni. Síðan hurfu þeir í ringulreiðinni. Sex létust og 22 særðust í árásinni.

Norska ríkisútvarpið segir að í frönsku handtökubeiðninni komi fram að sá handtekni, sem er ættaður frá Palestínu, sé grunaður um aðild að ódæðinu og að vitni hafi bent á hann á ljósmyndum sem voru lagðar fram. Franska lögreglan telur að maðurinn hafi verið félagi í hópnum í mörg ár.

Ole-Martin Meland, einn lögmanna mannsins, segir að hann kannist ekki við þetta.

Málsgögn frönsku lögreglunnar byggjast á framburði tveggja fyrrum liðsmanna Abu Nidal-hópsins. Þeir bentu á hinn handtekna og tvo aðra sem eru enn á lífi, annar býr í Jórdaniu og hinn í Palestínu. Vitnunum var heitið sakaruppgjöf og landvistarleyfi í Bretlandi gegn því að þeir beri vitni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Arabaríki sniðganga franskar vörur vegna deilna um Múhameðsteikningar

Arabaríki sniðganga franskar vörur vegna deilna um Múhameðsteikningar
Pressan
Í gær

Telur að loftslagsbreytingarnar muni hrekja milljónir Bandaríkjamanna frá heimilum sínum

Telur að loftslagsbreytingarnar muni hrekja milljónir Bandaríkjamanna frá heimilum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að Trump hafi áttað sig á mikilvægi NATO

Segir að Trump hafi áttað sig á mikilvægi NATO
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið: Fór hamförum í búðinni vegna sóttvarnaraðgerða – „Ég skammast mín ekki“

Sjáðu myndbandið: Fór hamförum í búðinni vegna sóttvarnaraðgerða – „Ég skammast mín ekki“