fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Pressan

Bandaríkjamenn hamstra skotvopn sem aldrei fyrr

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. september 2020 07:01

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smith & Wesson er einn stærsti og þekktasti skotvopnaframleiðandinn í Bandaríkjunum og óhætt er að segja að vel gangi hjá fyrirtækinu þessi misserin. Á öðrum ársfjórðungi rúmlega tvöfaldaðist velta fyrirtækisins miðað við sama tíma í fyrra.

Veltan á öðrum ársfjórðungi var 230 milljónir dollara sem er 141% aukning frá sama tíma í fyrra. Financial Times hefur eftir Mark Smith, forstjóra Smith & Wesson, að mikil aukning í eftirspurn eftir skotvopnum sé á margan hátt fordæmalaus.

Sala á vopnum eykst venjulega í aðdraganda forsetakosningar því kaupendur vilja tryggja sig gagnvart hugsanlegum þrengingum á reglum um skotvopnaeign sem stjórnmálamönnum gæti dottið í hug að innleiða. Einnig má skýra söluaukninguna núna að hluta með þeim óróleika sem er í bandarísku samfélagi og ekki síst í ljósi krafna um að fjárframlög til lögreglunnar verði minnkuð eða hún jafnvel alveg lögð niður.

„Að sjálfsögðu er hluti af söluaukningunni tengdur ótta við hertar reglur um skotvopn en stór hluti af eftirspurninni er frá fólki sem er óttast um eigið öryggi. Það byrjaði með heimsfaraldri kórónuveirunnar og hélt áfram með samfélagsóróanum,“

sagði Smith.

Tölur frá alríkislögreglunni FBI sýna að vopnaeign almennings hefur aukist. FBI sér um svokallaða bakgrunnskannanir á þeim sem vilja kaupa skotvopn. Allt stefnir í að metið frá síðasta ári verði slegið en þá voru gerðar 28,4 milljónir slíkra kannana. Í ágúst á þessu ári var aukningin 51% miðað við sama tíma í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Veita gleraugu vernd gegn kórónuveirunni?

Veita gleraugu vernd gegn kórónuveirunni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tannlæknirinn var ekki allur þar sem hann var séður – Voðaverkið og lygarnar færðu honum 620 milljónir

Tannlæknirinn var ekki allur þar sem hann var séður – Voðaverkið og lygarnar færðu honum 620 milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja YouTube vera stóra uppsprettu falsfrétta

Segja YouTube vera stóra uppsprettu falsfrétta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mánaða löng vinna við að stilla fókus James Webb geimsjónaukans er hafin

Mánaða löng vinna við að stilla fókus James Webb geimsjónaukans er hafin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Síðasta ár var hlýjasta ár sögunnar á Nýja-Sjálandi

Síðasta ár var hlýjasta ár sögunnar á Nýja-Sjálandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta gerist í líkamanum ef þú drekkur ekki áfengi í 4 vikur

Þetta gerist í líkamanum ef þú drekkur ekki áfengi í 4 vikur