fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Pressan

Tónlistarmaður hneykslar – Keypti kynlíf fyrir 14 ára son sinn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. maí 2020 18:00

Boosie Badazz. Mynd:Boosie Badazz /Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski rapparinn Boosie Badazz, sem einhverjir kannast kannski við, er í vondum málum eftir að hann skýrði frá því í beinni útsendingu á Instagram að hann hefði keypt kynlíf fyrir 14 ára son sinn. Í 57 sekúndna myndbroti, sem hefur einnig verið birt á Twitter, skýrði hann frá þessu.

Samkvæmt frétt news.com.au sagði rapparinn að hann hefði séð til þess að sonur hans fengi munngælur.

„Ég er að þjálfa þessa stráka. Spyrjið bara frændur mína, spyrjið son minn. Já, þegar þeir voru 12, 13, fengu þeir munngælur . . . Þannig á þetta að vera.“

News.com.au segir þetta vera það nýjasta í undarlegum yfirlýsingum þessa átta barna föður og að þær hafi valdið því að sumir krefjist þess að hann verði sviptur forræði yfir þeim því hér sé beinlínis um kynferðisofbeldi að ræða.

Fyrir þremur árum birti hann afmæliskveðju til 14 ára sonar síns og sagði meðal annars að hann væri með gjöf fyrir hann, konu sem ætlaði að veita honum munngælur.

Rapparinn býr í Louisiana en þar er bannað að hafa milligöngu um vændiskaup og þeir sem eru eldri en 17 ára mega ekki stunda kynlíf með fólki undir þeim aldri.

Ekki er annað að sjá en Boosie, sem sagði vændiskonurnar vera „mjög fullorðnar“ hafi játað brot gegn þessum lögum.

Fyrr á árinu komst hann í kastljósið eftir að hafa látið óviðeigandi ummæli falla um Zaya, 12 ára dóttur körfuboltamannsins Dwyane Wade, en hún er trans.

„Ekki skera typpið af honum.“

Sagði hann í myndbandi sem hann birti á Instagram og beindi þar orðum sínum til Wade.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 3 dögum

Endaði afklæddur á götunni eftir misheppnað rán – Sjáðu myndbandið

Endaði afklæddur á götunni eftir misheppnað rán – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvanaleg aðvörun frá dönsku veðurstofunni – „Ekki eitthvað sem við sjáum daglega“

Óvanaleg aðvörun frá dönsku veðurstofunni – „Ekki eitthvað sem við sjáum daglega“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ivanka Trump og Jared Kushner mokuðu inn peningum á síðasta ári

Ivanka Trump og Jared Kushner mokuðu inn peningum á síðasta ári
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bjuggu til SOS skilti og var bjargað af eyðieyju

Bjuggu til SOS skilti og var bjargað af eyðieyju
Pressan
Fyrir 4 dögum

Græðgin varð þeim að falli

Græðgin varð þeim að falli
Pressan
Fyrir 5 dögum

19 fangar eru látnir úr COVID-19 og rúmlega helmingur smitaður í San Quentin-fangelsinu

19 fangar eru látnir úr COVID-19 og rúmlega helmingur smitaður í San Quentin-fangelsinu