fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Pressan

Sagður hafa fyrirfarið sér 1988 – Málið hefur tekið nýja stefnu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. maí 2020 05:41

Scott Johnson. Mynd:Lögreglan í New South Wales

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 8. desember 1988 fannst Scott Johnson, 29 ára, látinn fyrir neðan kletta í Sydney í Ástralíu. 1989 sagði lögreglan að hann hefði framið sjálfsvíg. 1984 var refsing við samkynhneigð afnuminn í New South Wales og þá flutti Johnson til landsins frá Bandaríkjunum en hann fór ekki leynt með samkynhneigð sína.

Þegar málið var tekið fyrir hjá dánardómsstjóra 1989 kom ekki fram að lík Johnson hefði fundist á svæði sem samkynhneigðir karlar hittust oft til að stunda kynlíf.

Árið 2005 kom í ljós að þrír ungir menn, sem höfðu látist nærri Sydney frá því á níunda áratugnum, höfðu orðið fyrir árásum ungmenna sem réðust kerfisbundið á samkynhneigða karlmenn. Fjölskylda Johnson ákvað þá að fara fram á að rannsókn á andláti hans yrði tekin upp á nýjan leik.

„Það er útilokað í mínum huga að Scott hafi hoppað fram af klettunum. Samkynhneigðir voru annars flokks borgarar og nutu ekki verndar.“

Segir bróðir hans, Steve Johnson.

Lögreglumaður, sem var falið að kanna hvort grundvöllur væri fyrir endurupptöku málsins, efaðist um að dánarorsökin hefði verið sjálfsvíg og því var málið tekið til rannsóknar á nýjan leik 2012. Lögreglan hét einni milljón dollara í verðlaun fyrir upplýsingar sem gætu orðið til að málið leystist.

Í nóvember 2017 úrskurðaði dómari að Johnson hefði verið myrtur og að um hatursglæp hefði verið að ræða.

„Johnson hrapaði fram af klettunum eftir að hafa verið hrint eða hótað ofbeldi af ónafngreindum aðilum sem réðust á hann vegna þess að hann var samkynhneigður.“

Sagði lögreglumaðurinn Michael Barnes 2017.

Handtekinn

Á mánudaginn var Scott Phillip White, 49 ára Ástrali, handtekinn, grunaður um að hafa myrt Johnson. CBS News skýrir frá.

Talsmaður lögreglunnar sagði í tengslum við það að eitt vitni gæti nú gert kröfu um að fá að minnsta kosti hluta af verðlaunafénu greitt.

White hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til hann á að mæta fyrir dómara í júlí.

Breytingar

2018 breytti lögreglan í New South Wales dánarorsök í 27 af 86 málum, sem voru tekin til sérstakrar skoðunar, frá 1970 til 2000 í að um hatursglæpi hefði verið um að ræða vegna kynhneigðar fórnarlambanna.

Anthony Crandell, lögreglufulltrúi, segist fullviss um að fórnarlömbin hafi verið miklu fleiri.

Lögreglan bað einnig samfélag LGTB fólks afsökunar á að hafa ekki sinnt þessum samfélagshópi og þar með gefið samfélaginu tækifæri til að samþykkja að samkynhneigðir karlar væru beittir grófu ofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneska bóluefnið var aðeins prófað á 76 manns

Rússneska bóluefnið var aðeins prófað á 76 manns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ein undarlegasta flugferðin sem farin hefur verið að undanförnu

Ein undarlegasta flugferðin sem farin hefur verið að undanförnu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa fundið kórónuveirutengdan sjúkdóm hjá 600 börnum

Hafa fundið kórónuveirutengdan sjúkdóm hjá 600 börnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrstu kórónuveirusmitin á Nýja-Sjálandi eftir 102 smitlausa daga

Fyrstu kórónuveirusmitin á Nýja-Sjálandi eftir 102 smitlausa daga
Fyrir 3 dögum

Gleðin er það sem skiptir öllu máli

Gleðin er það sem skiptir öllu máli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lítill drengur fannst berfættur á götu úti – Óttast að móðurinni hafi verið rænt

Lítill drengur fannst berfættur á götu úti – Óttast að móðurinni hafi verið rænt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skotárás við Hvíta húsið á meðan Trump hélt blaðamannafund

Skotárás við Hvíta húsið á meðan Trump hélt blaðamannafund
Pressan
Fyrir 4 dögum

Aðeins helmingur Breta vill láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni

Aðeins helmingur Breta vill láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni