fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Tifandi COVID-19 sprengja – „Hverjir eiga að deyja?“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. mars 2020 06:45

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fer ekki framhjá neinum að COVID-19 kórónuveiran herjar nú á allan heiminn með miklum og alvarlegum afleiðingum. Borgin sem aldrei sefur, New York, hefur ekki farið varhluta af veirunni og er borginni nú af mörgum lýst sem „tifandi kórónuveiru sprengju“. Ríkisstjórinn í New York, Andrew Cuomo, er vel meðvitaður um þetta og segist vera áhyggjufullur vegna ástandsins.

„Kórónuveiran mun lenda á hinni frábæru borg okkar eins og stjórnlaus vöruflutningalest. Þetta eru hörmungar sem munu dynja á okkur ef við gerum ekki eitthvað strax.“

Sagði hann á fréttamannafundi í gær.

„Hvernig verndar þú stórborg með 8,6 milljónir íbúa og 70.000 heimilislausa, stórborg þar sem nánast allir búa, sofa og vinna ofan á hver öðrum? Það er bara ekki hægt. Það eru engir staðir sem er hægt að flýja til.“

Sagði útvarpsmaðurinn Howard Stein í gær en hann býr í New York.

Í gær höfðu um 60.000 íbúar í Bandaríkjunum greinst með COVID-19. Þar af býr tæplega helmingurinn í New York ríki og af þeim um 16.000 í New York borg.

Smittilfellum fjölgar mikið á degi hverjum. Um síðustu helgi tvöfaldaðist fjöldi greindra smita. Donald Trump, forseti, tísti þá stoltur að hann hefði útvegað New York 400 öndunarvélar. Þær koma auðvitað að gagni en duga engan veginn til að sögn Cuomo.

„Á næstu vikum þarf ríkið okkar á 30.000 öndunarvélum að halda. Nú vil ég gjarnan fá að vita hvaða sjúklingar eiga að fá að nota þessar 400 öndunarvélar og hvaða 29.600 kórónuveirusmitaðir eiga að deyja. Það verða ekki nægilega margar vélar fyrir alla.“

Sagði Cuomo. Um helgina sagði hann að faraldurinn myndi ná hámarki í ríkinu eftir tvær til þrjár vikur en í gær var hann enn svartsýnni en áður:

„Toppurinn verður enn hærri en við höfðum reiknað með. Bylgjan skellur mun fyrr á okkur en við áttum von á. Þetta geta orðið óyfirstíganlegar hörmungar.“

Sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?