fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Hörmulegar afleiðingar matarboðs – 4 létust af völdum COVID-19

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. mars 2020 07:02

Fusco fjölskyldan í matarboðinu. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega hélt Fusco fjölskyldan, sem býr í New Jersey í Bandaríkjunum, matarboð. Það hafði hræðilegar afleiðingar því fjórir fjölskyldumeðlimir létust í kjölfarið af COVID-19 veirunni sem þeir smituðust af í boðinu. Fjórir til viðbótar smituðust og eru enn á sjúkrahúsi.

Á miðvikudaginn lést Grace Fusco, 73 ára, af völdum veirunnar. Þegar hún lést vissi hún ekki að áður hafði veiran orðið elsta syni hennar og dóttur að bana. Elsta dóttir hennar, Rita, lést nokkrum dögum áður 55 ára að aldri. Elsti sonur hennar, Carmine, lést nokkrum klukkustundum á undan móður sinni. Frændi þeirra, Vincent Fusco, lést á fimmtudaginn af völdum veirunnar.

The New York Times hefur eftir Paradiso Fodera, frænda þeirra og lögmanni fjölskyldunnar, að fjórir til viðbótar úr fjölskyldunni séu smitaðir af veirunni og liggi á sjúkrahúsi, þar af eru þrír í lífshættu.

Tæplega 20 fjölskyldumeðlimir eru nú í sóttkví vegna málsins.

„Ef þeir eru ekki í öndunarvél, eru þeir í sóttkví. Þetta er svo hræðilegt. Þeir geta ekki einu sinni syrgt eins og þeir vildu.“

Sagði Fodera.

Embættismenn telja að smit fjölskyldunnar megi rekja til John Brennan, 69 ára, sem var fyrsti íbúinn í New Jersey til að látast af völdum veirunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 5 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum