fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Þetta unga fólk veit ekki enn að COVID-19 faraldur geisar – Fá síðust allra að vita það

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. mars 2020 06:03

Skjáskot SAT1

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á myndinni sem fylgir með þessari frétt sést ungt fólk í heitum potti og virðist það skemmta sér vel og vera áhyggjulaust. Kannski ekki að furða því þau hafa enga hugmynd um að COVID-19 faraldur herjar á heimsbyggðina. En bráðum fá þau að vita það og verða þá væntanlega meðal þeirra allra síðustu til að fá vitneskju um veiruna.

Ástæðan fyrir þessu er að þau taka þátt í þrettándu þýsku útgáfunni af raunveruleikaþættinum Big Brother, í heildina eru þátttakendurnir 14 og hafa þeir ekki enn fengið vitneskju um heimsfaraldurinn. Þau eru innilokuð í húsi í Köln og hafa nánast ekkert samband við umheiminn. Þau hafa verið í húsinu síðan 6. febrúar síðastliðinn en þá var COVID-19 ekki kominn svo mikið í fréttirnar, herjaði aðallega á Kína.

Samkvæmt frétt Süddeutsche Zeitung segja framleiðendur þáttarins að þátttakendurnir fái bara upplýsingar um málefni líðandi stundar ef þau eru sérstaklega mikilvæg, til dæmis ef ættingjar þeirra eru veikir. Fram að þessu hafa þeir ekki talið ástæðu til að upplýsa þátttakendurna COVID-19 faraldurinn.

En eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun og umræður á samfélagsmiðlum þar sem sjónvarpsstöðin SAT 1, sem framleiðir þættina, hefur verið harðlega gagnrýnd tilkynntu forsvarsmenn hennar að sérstakur aukaþáttur verði sendur út þar sem þátttakendurnir fá að vita um faraldurinn. Þeir geta þá spurt spurninga og séð skilaboð frá fjölskyldum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“