fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Setti eiginkonu sinni strangar reglur: Ekkert bikiní og engar getnaðarvarnir

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 21. febrúar 2020 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstandendur Hönnuh Clarke, þriggja barna móður sem lést ásamt börnum sínum þremur þegar fyrrverandi eiginmaður hennar kveikti í bifreið fjölskyldunnar, opnuðu sig um málið í viðtali í morgun að íslenskum tíma.

Um fátt hefur verið meira rætt í Ástralíu undanfarna daga en þetta óhugnanlega mál sem þykir varpa ljósi á það hversu höllum fæti fórnarlömb heimilisofbeldis standa.

Eiginmaðurinn fyrrverandi, rúgbíleikmaðurinn Rowan Baxter, er sagður hafa stokkið inn í bifreið Hönnuh á miðvikudagsmorgun þegar hún var að skutla börnum þeirra í skólann. Þau voru skilin að borði og sæng, en Hannah hafði yfirgefið mann sinn fyrir jól eftir ítrekað heimilisofbeldi.

Í bílnum er Baxter sagður hafa hellt úr bensínbrúsa og kveikt í. Börn þeirra hjóna; Aaliyah 6 ára, Laianah 4 ára og Trey 3 ára létust en Hannah lést á sjúkrahúsi skömmu eftir komuna þangað. Baxter hlaut sjálfur áverka eftir brunann og fannst í blóði sínu fyrir utan bifreiðina. Talið er að hann hafi sjálfur veitt sér áverka með eggvopni sem drógu hann til dauða.

Foreldrar Hönnuh ásamt bróður hennar, Nathaniel, komu fram í viðtali í þættinum A Current Affair í morgun þar sem þau vörpuðu ljósi á þá erfiðleika sem Hannah þurfti að horfast í augu við meðan á hjónabandinu stóð. Móðir hennar, Suzanne Clarke, segir að Hannah hafi síðast spurt í síðustu viku hvað yrði um börnin þeirra ef hann myndi drepa hana.

Suzanne segir að Baxter hafi reynt að stjórna lífi dóttur sinnar og beitt hana ítrekuðu ofbeldi. Hér hafi einna helst verið um að ræða andlegt ofbeldi og þannig hafi hann ávallt krafist þess að vita hvar hún væri, hann hafi krafið hana um kynlíf þegar honum hentaði og krafist þess að hún notaði engar getnaðarvarnir. Þá hafi hann verið snillingur í að spila sig sem fórnarlamb þegar raunin var önnur. Ofbeldið hafi farið stigvaxandi eftir því sem árin liðu og að lokum hafi Hannah fengið nóg. 

„Hún mátti ekki vera í bikini, hún starfaði sem einkaþjálfari og mátti ekki vera í stuttbuxum. Hún varð að hylja sig,“ sagði hún.

Hannah hafði dvalið á heimili foreldra sinna með börnin aðfaranótt miðvikudags þegar Rowan sat fyrir þeim við rólega götu í úthverfi Camp Hill í Brisbane. Hann er sagður hafa stokkið inn í bílinn og borið eld að. Vitni segist hafa séð Hönnuh fara út úr bifreiðinni þar sem hún hrópaði: „Hann hellti bensíni yfir mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 5 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum