fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Sérstöku sambandi Trump og Twitter lýkur í janúar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 11:01

Sérstöku sambandi Trump og Twitter lýkur senn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður en Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna og í forsetatíð sinni hefur hann verið iðinn við að nota Twitter til að koma skoðunum sínum, samsæriskenningum og ósannindum á framfæri. Segja má að samband Trump og Twitter hafi verið náið og mikið allt þar til nýlega þegar samfélagsmiðillinn fór að herða tökin varðandi færslur Trump og merkja sumar þeirra sem hugsanlegar rangfærslu.

Trump hefur verið ósáttur við þetta en hefur samt sem áður haldið áfram að tísta af miklum móð enda vandséð hvar hann getur komið boðskap sínum betur áleiðis til stuðningsmanna sinna. En þegar hann lætur af embætti þann 20. janúar næstkomandi lýkur sérstöku og nánu sambandi hans og Twitter.

Jack Dorsey, forstjóri Twitter, sagði í gær að þegar forsetatíð Trump er á enda þá fái hann ekki lengur neina sérmeðferð hjá miðlinum. Þetta sagði hann í gær þegar hann og Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, komu fyrir þingnefnd öldungadeildarinnar og svöruðu spurningum um hlutverk samfélagsmiðlanna fyrir og eftir forsetakosningarnar og á meðan á þeim stóð.

Mazie Hirono, þingmaður frá Hawaii, spurði þá hvort miðlar þeirra myndu breyta um stefnu varðandi Donald Trump þegar hann lætur af embætti.

„Á nokkrum sviðum erum við með undanþágur fyrir stjórnmálamenn út frá þeim sjónarhóli að fólk eigi að geta heyrst hvað stjórnmálamenn og frambjóðendur segja. Ef forsetinn eða aðrir dreifa hatursræðu eða hvetja til ofbeldis eða deila efni sem gerir lítið úr lögmæti kosninganna eða möguleikum til að greiða atkvæði þá fær það sömu meðferð og hjá öllum öðrum sem segja svoleiðis hluti og þannig verður það áfram,“ sagði Zuckerberg. Hjá Facebook hefur starfsfólk verið iðið við að merkja færslur frá Trump með upplýsingum um að orð hans geti strítt á móti opinberum upplýsingum. Zuckerberg svaraði því spurningunni ekki beint en Jack Dorsey var beinskeyttur í svari sínu. „Við erum með ákveðna stefnu varðandi opinbera hagsmuni þar sem við gerum undantekningar fyrir þjóðarleiðtoga – ef tíst brýtur gegn notkunarskilmálum leyfum við því að standa. Við leyfum því að standa og setjum athugasemd við það og fólk getur ekki endurtíst því.  Ef notandinn er ekki lengur þjóðarleiðtogi missir hann þessa undanþágu,“ sagði Dorsey.

Það má því reikna með að tíst frá Trump verði annað hvort fjarlægð eða þá að jafnvel verði lokað á hann ef hann setur inn færslur sem stríða gegn notkunarskilmálum Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug