fbpx
Laugardagur 23.janúar 2021
Pressan

Hvað tekur við hjá Trump? Fangelsi? Sjónvarpsþættir? Aftur í Hvíta húsið?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 06:59

Háttsettir Repúblikanar hafa fengið sig fullsadda af honum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump tapaði fyrir Joe Biden í bandarísku forsetakosningunum fyrir tveimur vikum þrátt fyrir að hann eigi erfitt með að játa sig sigraðan. Flestir erlendir fjölmiðlar telja að nú fari óvissutímar í hönd hjá Trump og fjölskyldu hans sem hefur meira og minna verið viðloðandi Hvíta húsið á valdatíma hans. Eitt eru þó flestir sammála um, Trump mun hafa mikil áhrif í bandarískum stjórnmálum það sem hann á eftir ólifað.

The New York Times segir að Trump sé enn reiður vegna tapsins en samtímis njóti hann þeirrar ringulreiðar sem óneitanlega ríkir þessa dagana. „Trump veit vel að hann tapaði en það hindrar hann ekki í að halda því gagnstæða fram,“ hefur blaðið eftir ónafngreindum heimildarmanni.

„Forsetinn styður hverja brjálæðislega samsæriskenninguna á fætur annarri. Hann trúir þeim ekki endilega en hann veit að þær valda ruglingi og ringulreið. Ringulreið færir honum meiri tíma til að hugleiða hvað bíði hans í framtíðinni,“ hefur útvarpsstöðin NPR eftir heimildamanni í Hvíta húsinu.

Það er einmitt stóra spurningin: Hvað bíður Trump í framtíðinni?

Hvíta húsið í Washington. Mynd:Wikimedia Commons

En enn um hríð mun Trump reyna að sá efasemdum um lögmæti forsetakosninganna og halda því fram að víðtækt kosningasvindl hafi kostað hann sigurinn. Hann hefur ekki getað fært fram nein rök fyrir þessum fullyrðingum. Fréttir herma að bæði Ivanka, dóttir hans, og Jared Kushner, eiginmaður hennar, auk valdamikilla Repúblikana hafi reynt að sannfæra hann um játa sig sigraðan.

Þegar hann flytur út úr Hvíta húsinu þann 20. janúar á hann ýmsa valkosti. Andstæðingar hans munu halda því fram að hann eigi að enda í fangelsi vegna ýmissa mála er honum tengjast. Má þar nefna meint skattsvik og ásakanir um kynferðislegt ofbeldi.

Því hefur verið haldið fram að Trump sé nú þegar með nýja sjónvarpsstöð á teikniborðinu, MAGA-TV, sem eigi að ná til alls landsins. Fox News er sagt vilja greiða honum milljónir dollara fyrir að gerast þáttastjórnandi hjá stöðinni. The New York Post segir að einnig geti Trump rakað inn milljónum dollara á að skrifa bækur, halda fyrirlestra og á kvikmyndasamningum.

En framtíðin gæti einnig leitt hann aftur í Hvíta húsið því fréttir hafa borist af því að Trump sé nú þegar farinn að undirbúa forsetaframboð eftir fjögur ár. Ef hann vill bjóða sig fram eftir fjögur ár er fátt sem getur stöðvað hann því hann hefur Repúblikanaflokkinn nær algjörlega á sínu valdi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Talskona Biden lofar „sannleika og gegnsæi“

Talskona Biden lofar „sannleika og gegnsæi“
Pressan
Í gær

Eldri hjón í fjárhagslegri gíslingu eftir að byggingaverktakinn sveik þau – Glímir við kvíða og þunglyndi og missti vinnuna

Eldri hjón í fjárhagslegri gíslingu eftir að byggingaverktakinn sveik þau – Glímir við kvíða og þunglyndi og missti vinnuna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn telja sig komna nær því að skilja fólk sem heyrir raddir látinna

Vísindamenn telja sig komna nær því að skilja fólk sem heyrir raddir látinna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan opnaði dyrnar og í framhaldinu kom hryllingurinn í ljós

Lögreglan opnaði dyrnar og í framhaldinu kom hryllingurinn í ljós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Staðhæfa að kórónuveirufaraldurinn eigi rætur að rekja til rannsóknarstofu í Wuhan

Staðhæfa að kórónuveirufaraldurinn eigi rætur að rekja til rannsóknarstofu í Wuhan
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump hefur rætt um að stofna nýjan stjórnmálaflokk – „Patriot Party“

Trump hefur rætt um að stofna nýjan stjórnmálaflokk – „Patriot Party“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 500 ára gamalt málverk sem ekki var vitað að væri týnt

Fundu 500 ára gamalt málverk sem ekki var vitað að væri týnt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingar segja að Kínverjar og WHO hefðu getað brugðist fyrr við kórónuveirunni

Sérfræðingar segja að Kínverjar og WHO hefðu getað brugðist fyrr við kórónuveirunni