fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Pressan

Handtekin á ferðamannastað sem er Íslendingum kær – Sögð hafa reynt að skera kynfæri af fyrrverandi kærasta

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 25. október 2020 21:00

Við ferðamannabæinn Alcudia, sem er á Mallorca.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að maður hafi þurft á verulegri læknishjálp að halda vegna stungusára á höfði, hálsi og í klofi. Kona, sem er fyrrverandi kærasta mannsins, hefur verið handtekin, grunuð um verknaðinn, en markmið hennar á að hafa verið að skera eistun af manninum.

Umrædd árás á að hafa átt sér stað í bænum Alcudia, sem er á Mallorca-eyju. Bærinn er mörgum Íslendingum vel kunnugur, en þangað hafa margir farið í sólarlandaferðir.

Á spítala á maðurinn síðan að hafa haldið því fram að kona sem hann var með í „óformlegu sambandi“ hafi framið árásina. Hún hafi beðið hann um að koma til að hitta sig á stóru bílastæði. Þar hafi þau byrjað að stunda kynlíf sem hafi endað með þessum ósköpum.

Í spænskum fjölmiðlum hefur konunni verið lýst sem afbrýðisamri fyrrverandi kærustu, en ekkert gefið upp um hana nema að hún sé af kólumbískum ættum. Ástæðan fyrir þessari afbrýðisemi á að byggjast á því að hún hafi séð manninn á börum, þar sem hann blandaði geði við aðrar konur.

Þá kemur fram að lögregla hafi komist að þeirri niðurstöðu að hún hafi reynt að skera af honum eistun með hnífi. Þegar hann hafi farið að verja sig, hafi hún stungið hann tvisvar, þá í höfuð og háls. Maðurinn er síðan sagður hafa flúið í matvörubúð. Þar hafi hann kallað á hjálp og lögregla kölluð til sem hafi handtekið konuna. Lögregla hafi svo lagt hald á tvo hnífa sem voru í förum konunnar, annar er talinn hafa verið notaður í árásinni.

Konunni hefur verið sleppt úr fangelsi gegn tryggingu. Þá er maðurinn enn á spítala að jafna sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þyrluflugmenn fundu dularfullan hlut í miðri eyðimörkinni

Þyrluflugmenn fundu dularfullan hlut í miðri eyðimörkinni
Pressan
Í gær

Mistök komu sér vel við tilraunir á bóluefni AstraZeneca – „Slembilukka“

Mistök komu sér vel við tilraunir á bóluefni AstraZeneca – „Slembilukka“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Biden ætlar að leggja áherslu loftslagsmálin – John Kerry verður sérstakur sendifulltrúi hans

Biden ætlar að leggja áherslu loftslagsmálin – John Kerry verður sérstakur sendifulltrúi hans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Verslunarstjórinn skyldi ekki af hverju rafhlöður seldust svo vel – Síðan sá hann umfjöllun sem skýrði málið

Verslunarstjórinn skyldi ekki af hverju rafhlöður seldust svo vel – Síðan sá hann umfjöllun sem skýrði málið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta mun bóluefnið gegn kórónuveirunni kosta

Þetta mun bóluefnið gegn kórónuveirunni kosta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er Trump í felum? „Eins og uppstökkur smástrákur sem vill ekki leika lengur“

Er Trump í felum? „Eins og uppstökkur smástrákur sem vill ekki leika lengur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Loka stórum hluta Kastrupflugvallar til 2022

Loka stórum hluta Kastrupflugvallar til 2022
Pressan
Fyrir 4 dögum

Salómonseyjar undirbúa að banna Facebook – Segja þetta gert að kröfu Kínverja

Salómonseyjar undirbúa að banna Facebook – Segja þetta gert að kröfu Kínverja