fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Var týnd í tvö ár – Fannst á floti tvo kílómetra frá ströndinni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. október 2020 05:35

Angelica Gaitan rétt áður en hún var dregin upp í bátinn. Mynd:Facebook / Rolando Visbal Lux

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kólumbísku sjómönnunum Rolando og Gustavo brá mjög í brún á laugardaginn þegar þeir voru að veiðum um tvo kílómetra frá strönd Kólumbíu. Þeir komu skyndilega auga á eitthvað á floti í sjónum. Í fyrstu töldu þeir að um trjábol væri að ræða. Þeir sigldu varlega að hlutnum. Þegar þeir nálguðust fór hann skyndilega að veifa þeim.

Þeir hentu strax björgunarhring út í sjóinn og drógu síðan Angelica Gaitan, 46 ára, upp í bátinn. Hún hafði þá verið horfin í tvö ár.

„Ég er endurfædd. Guð vildi ekki að ég myndi deyja,“

voru að sögn hennar fyrstu orð eftir björgunina. The Sun skýrir frá. Hún var með litla meðvitund og mjög köld. Það var ekki fyrr en hún var komin í land og búin að fá aðhlynningu  sem hún gat sagt sögu sína.

Hún hvarf fyrir tveimur árum og hafði ekki haft samband við fjölskyldu sína eftir það. Í 20 ár hafði hún verið í ofbeldissambandi sem hún hafði ítrekað reynt að losna úr. Eftir að maður hennar hafði lamið hana svo illa að hún var nær dauða en lífi tókst henni að flýja. Næstu sex mánuði bjó hún á götunni en fékk þá inni í athvarfi fyrir heimilislausa. Henni var síðan gert að flytja þaðan eftir að maður hennar flutti úr bænum.

Mikið þunglyndi sótti á hana eftir þetta og hún ákvað að taka eigið líf. Hún kastaði sér í sjóinn en næstu átta klukkustundirnar flaut hún um Atlantshafið á meðan hákarlar hringsóluðu um hana og hún missti meðvitund öðru hvoru.

Hún er sannfærð um að hún hefði drukknað ef Rolando og Gustavo hefðu ekki fundið hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag
Pressan
Í gær

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni