fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Framdi morð nokkrum dögum áður en hann átti að hefja afplánun dóms

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. október 2020 18:05

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrum dögum áður en sænskur maður átti að hefja afplánun refsingar myrti hann mann. Ástæðan var afbrýðissemi. Hann hefur nú verið dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir morðið.

Samkvæmt umfjöllun Aftonbladet þá var maðurinn dæmdur í fangelsi í lok síðasta árs. Hann átti að mæta til afplánunar þann 9. maí en að kvöldi 6. maí myrti hann mann með því að stinga hann margoft með 30 cm löngum brauðhníf.

Dómur var kveðinn upp í málinu í gær. Maðurinn er þekktur síbrotamaður og var í lok desember dæmdur í fangelsi fyrir ölvunarakstur, ógætilegan akstur og tvö fíkniefnabrot. Hann hafði margoft áður hlotið dóma fyrir svipuð brot.

Sambýliskona mannsins sagði í yfirheyrslum að hann hafi verið stressaður yfir að þurfa að fara aftur í fangelsi. Fyrir dómi sagði maðurinn að hann hefði drukkið sérstaklega mikið af bjór að kvöldi 6. maí af því að hann var á leið í fangelsi.

Þegar hann og vinur hans komu í íbúðina sem hann bjó í með sambýliskonu sinni um klukkan 22 var hún léttklædd í félagsskap með karlmanni. Við skýrslutökur sögðu mörg vitni að maðurinn væri mjög afbrýðisamur og taldi dómurinn að afbrýðissemin hafi verið ástæðan fyrir því sem síðan gerðist.

Maðurinn réðst á hinn manninn með 30 cm löngum brauðhníf og veitti honum svo alvarlega áverka að ekki reyndist unnt að bjarga lífi hans. Fórnarlambið náði að segja lögreglunni nafn árásarmannsins rétt áður en það tók síðasta andardráttinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Í gær

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur