fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Tekjur forstjóra Apple drógust saman á síðasta ári – Fékk 15,3 milljarða

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tim Cook, sem er forstjóri Apple, á væntanlega fyrir salti í grautinn og jafnvel mjólk út á hann. Hann fékk 125 milljónir dollara í laun á síðasta ári en það svarar til 15,3 milljarða íslenskra króna. Þetta er lægri upphæð en hann fékk 2018 en þá fékk hann sem svarar til um 16,7 milljarða íslenskra króna. Ástæðan fyrir „launalækkuninni“ er að hann fékk minni bónus á síðasta ári en 2018 þar sem rekstrarafkoma Apple var ekki eins góð og 2018.

Bloomberg skýrir frá þessu. Segir miðillinn að 2018 hafi Cook fengið sem svarar til 1,4 milljarða íslenskra króna í bónusgreiðslur en á síðasta ári var upphæðin aðeins lægri eða sem svarar til um 940 milljóna íslenskra króna.

Sumar af vörum fyrirtækisins hafa selst vel á undanförnum árum, til dæmis AirPods þráðlausu eyrnatólin en á sama tíma hefur salan á iPhone dregist saman. Það er einmitt þessi minnkandi sala sem veldur því að bónusgreiðslan var lægri á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn