fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Dularfullur þjófnaður á sauðfé – Tæplega 200 kindur hafa horfið síðustu þrjá mánuði

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 07:02

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum þremur mánuðum hefur tæplega 200 kindum verið stolið af þremur ökrum í Wiltshire á Englandi. Lögreglan rannsakar nú málin en hefur ekki miðað mikið áfram. Hún telur að hér séu fagmenn á ferð og hafi þeir fjárhunda sér til aðstoðar.

Sky skýrir frá þessu. Fyrsti þjófnaðurinn átti sér stað 7. nóvember  þegar 45 kindur hurfu af akri við Corsham Road í Lacock. Næsti átti sér stað 17. desember þegar 61 kind hvarf af akri í Broughton Giffor í Melksham. Þriðji þjófnaðurinn átti sér síðan stað þann 27. desember þegar 72 kindur hurfu af akri Bowood estate í Derry Hill.

Sky hefur eftir talsmanni lögreglunnar í Wiltshire að hún haldi öllum möguleikum opnum en telji að málin tengist og að þeir sem standi að baki þjófnuðunum séu vanir að eiga við sauðfé og noti fjárhunda. Það þurfi góða skipulagningu og hlutirnir verði að ganga hratt fyrir sig þegar svo miklum fjölda kinda sé stolið.

Lögreglan hvetur almenning því til að vera á varðbergi og segir að það geti verið erfitt fyrir fólk að átta sig á að þjófar séu á ferð þegar verið sé að smala fé og setja í bíla. Hún hvetur fólk því til að hafa samband ef það þekkir ekki þá sem eru að smala fé og setja í bíla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?