Sunnudagur 26.janúar 2020
Pressan

Dularfullur þjófnaður á sauðfé – Tæplega 200 kindur hafa horfið síðustu þrjá mánuði

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 07:02

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum þremur mánuðum hefur tæplega 200 kindum verið stolið af þremur ökrum í Wiltshire á Englandi. Lögreglan rannsakar nú málin en hefur ekki miðað mikið áfram. Hún telur að hér séu fagmenn á ferð og hafi þeir fjárhunda sér til aðstoðar.

Sky skýrir frá þessu. Fyrsti þjófnaðurinn átti sér stað 7. nóvember  þegar 45 kindur hurfu af akri við Corsham Road í Lacock. Næsti átti sér stað 17. desember þegar 61 kind hvarf af akri í Broughton Giffor í Melksham. Þriðji þjófnaðurinn átti sér síðan stað þann 27. desember þegar 72 kindur hurfu af akri Bowood estate í Derry Hill.

Sky hefur eftir talsmanni lögreglunnar í Wiltshire að hún haldi öllum möguleikum opnum en telji að málin tengist og að þeir sem standi að baki þjófnuðunum séu vanir að eiga við sauðfé og noti fjárhunda. Það þurfi góða skipulagningu og hlutirnir verði að ganga hratt fyrir sig þegar svo miklum fjölda kinda sé stolið.

Lögreglan hvetur almenning því til að vera á varðbergi og segir að það geti verið erfitt fyrir fólk að átta sig á að þjófar séu á ferð þegar verið sé að smala fé og setja í bíla. Hún hvetur fólk því til að hafa samband ef það þekkir ekki þá sem eru að smala fé og setja í bíla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði