fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Mildur vetur í Danmörku og vegir lítið saltaðir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. janúar 2020 21:30

Mörg erlend ríki stunda njósnir í Danmörku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasti vetur var mildur í Danmörku og það sama má segja um það sem af er yfirstandandi vetri. Snjór hefur ekki sýnt sig í vetur og næturfrost er sjaldséður gestur. Þetta hefur sín áhrif á störf dönsku vegagerðarinnar sem sér um viðhald og rekstur þjóðvega landsins. Saltnotkunin á síðasta ári var sú minnsta síðan 2000.

Vegagerðin sér um 4.000 kílómetra af vegum og notar að meðaltali 58.000 tonn af salti yfir veturinn. Á síðasta ári þurfti bara að nota rúmlega 27.000 tonn. Snjóruðningstækin söfnuðu nánast ryki allt árið en ekki þurfti að nota þau neitt að ráði nema í byrjun árs. Síðast gerðist það 2007 að ekki þurfti að ryðja snjó á seinni helmingi ársins.

En það er ekki þar með sagt að starfsmenn vegagerðarinnar hafi setið auðum höndum og beðið eftir snjó og frosti því þeir hafa haft í nógu að snúast. Sérstaklega vegna þess hversu mikil úrkoma var á síðasta ári. Það hefur séð þeim fyrir nægum verkefnum að tæma vatn úr skurðum og grafa nýja til að leiða vatn á brott frá vegum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“