fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Pressan

Saltvatn í krönum í Bangkok af völdum þurrka

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 19:30

Saltvatn er ekki gott til drykkju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklir þurrkar í Taílandi valda því nú að yfirvöld í höfuðborginni Bangkok þurfa að deila vatni út til borgarbúa og er það nú flutt í tankbílum til íbúanna. Fólk er beðið um að spara vatn og sérstaklega er það beðið um að fækka baðferðum. Þurrkarnir valda því að saltvatn úr Taílandsflóa streymir nú inn í landið eftir ánni Chao Praya sem er ein mikilvægasta uppspretta drykkjarvatns landsmanna. Það er því saltvatn sem kemur úr krönum borgarbúa.

Það eykur enn á vandræðin að þurrkatímabilið, sem hófst í nóvember og ætti að vara fram í apríl í venjulegu árferði, mun að þessu sinni hugsanlega vara til og með júní. Yfirvöld hafa nú lýst yfir að þurrkar herji á 14 af 76 héruðum landsins.

Allt getur þetta haft mjög slæm áhrif á landbúnað, til dæmis hrísgrjónaræktun en hún er mjög vatnskrefjandi.

Margar af stærstu borgum Asíu standa á láglendi við strendur og eru því sérstaklega viðkvæmar fyrir hækkandi sjávarborði og öfgafullum veðurfyrirbrigðum á borð við hitabeltisstorma og fellibylji. Má þar nefna Mumbai, Shanghai, Ho Chi Minh City og Jakarta. Í þessum borgum gætu einnig skapast vandræði af völdum saltvatns í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Í gær

Risableikja úr Svínavatni

Risableikja úr Svínavatni
Pressan
Í gær

Ný skýrsla – Mesta hryðjuverkaógnin gegn Bandaríkjunum er frá öfgahægrimönnum

Ný skýrsla – Mesta hryðjuverkaógnin gegn Bandaríkjunum er frá öfgahægrimönnum
Pressan
Í gær

Boris Johnson lofar Bretum miklum opinberum fjárfestingum

Boris Johnson lofar Bretum miklum opinberum fjárfestingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sparsamir Danir – Eiga tæplega billjón krónur í bönkum landsins

Sparsamir Danir – Eiga tæplega billjón krónur í bönkum landsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglumenn reknir – „Við skulum bara fara út og slátra þeim“

Lögreglumenn reknir – „Við skulum bara fara út og slátra þeim“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Erik segir kvenkyns tölvuleikjaspilurum að kenna að limur hans er „ónýtur“

Erik segir kvenkyns tölvuleikjaspilurum að kenna að limur hans er „ónýtur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Taílendingar stokka ferðamannaiðnaðinn upp – Hætta fjöldaferðamennsku

Taílendingar stokka ferðamannaiðnaðinn upp – Hætta fjöldaferðamennsku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spænskir vísindamenn telja sig hafa fundið kórónuveiruna í skólpi frá mars 2019

Spænskir vísindamenn telja sig hafa fundið kórónuveiruna í skólpi frá mars 2019