fbpx
Sunnudagur 25.júlí 2021
Pressan

Telja að erfðir ráði miklu um hversu þungt COVID-19 leggst á fólk

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. maí 2020 17:30

Heilbrigðisstarfsmenn í Brasilíu. EPA-EFE/RAPHAEL ALVES

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskir vísindamenn ætla nú að rannsaka af hverju COVID-19 sjúkdómurinn leggst svo misjafnlega þungt á fólk. Sumir veikjast lífshættulega en aðrir veita því ekki eftirtekt að þeir séu smitaðir.

Vísindamennirnir ætla að rannsaka 20.000 manns, sem hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna sjúkdómsins, og 15.000 manns sem fengu aðeins væg einkenni. Þeir vinna út frá þeirri kenningu að erfðir skipti miklu máli.

„Ég væri til í að veðja um að erfðir skipti miklu máli þegar við ræðum um áhættuna fyrir fólk.“

Hefur Reuters eftir Kenneth Baillie, sem stýrir rannsókninni. Hann telur að erfðamengi fólks muni veita svör við af hverju sjúkdómurinn leggst svo þungt á suma.

Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, hefur hvatt almenning til að taka þátt í rannsókninni til að hægt sé að fá vísindalega innsýn í sjúkdóminn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjúkrahússtarfsmenn handteknir – Kröfðu COVID-19-sjúklinga um greiðslu fyrir sjúkrarúm

Sjúkrahússtarfsmenn handteknir – Kröfðu COVID-19-sjúklinga um greiðslu fyrir sjúkrarúm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sænskur barnaníðingur með mikið magn barnakláms í fórum sínum – Lögreglan fann einnig önnur hrollvekjandi gögn

Sænskur barnaníðingur með mikið magn barnakláms í fórum sínum – Lögreglan fann einnig önnur hrollvekjandi gögn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Anthony Fauci lét Rand Paul heyra það – „Þú veist ekkert um hvað þú ert að tala“ – Sjáðu myndbandið

Anthony Fauci lét Rand Paul heyra það – „Þú veist ekkert um hvað þú ert að tala“ – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að frægur spádómur frá 1972 virðist vera að rætast – Spáði fyrir um hrun samfélagsins

Segir að frægur spádómur frá 1972 virðist vera að rætast – Spáði fyrir um hrun samfélagsins