fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Kínverjar hyggjast banna einnota plast

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 25. janúar 2020 21:00

Plast er víða til ama.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínversk stjórnvöld ætla nú að taka stórt skref í baráttunni við plast. Fljótlega verða plastpokar, einnota hnífapör og sogrör bönnuð í Kína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneyti landsis og nefnd um endurbætur og þróun.

Kínverjar glíma við mikið plastvandamál en gríðarlegt magn plasts safnast á sorphauga og í ár og vötn þar daglega. Veitingahúsageirinn á að skera mikið niður í plastnotkun samkvæmt áætlun stjórnvalda en frá og með 2025 á geirinn að vera búinn að draga úr plastnotkun um 30%.

Á ákveðnum svæðum og héruðum verður bannað að selja ýmsar plastvörur en ekki hefur verið tilkynnt hvenær slík bönn taka gildi.

Bann við notkun plastpoka tekur gildi í stærstu borgum landsins í lok þessa árs og á að vera gildandi í öllum bæjum og borgum 2022. Það verður þó heimilt að nota plastpoka undir ferskmeti á borð við ávexti og grænmeti.

Fyrir tæpum tveimur árum bönnuð kínversk stjórnvöld allan innflutning á plastrusli og munar um minna því tveir þriðju af plastrusli heimsins enduðu í Kína. Kínversk fyrirtæki græddu vel á því en um leið fylgdu þessu gríðarleg umhverfisvandamál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?