fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Skemmt vegabréf kostaði þau 1,2 milljónir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. janúar 2020 07:02

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Richard og Ann Lane frá Bretlandi komust að því nýlega að það getur verið dýrt ef vegabréf manns er ekki í lagi. Vegabréf Richard skemmdist þegar þau voru á ferðalagi um Ástralíu og Asíu. Það varð til þess að ferð þeirra styttist um þrjár vikur og kostaði þau mörg hundruð þúsund krónur.

Þau höfðu ferðast til Dubai, Indlands, Malasíu og Ástralíu án nokkurra vandkvæða sögðu hjónin í þætti BBC, Rip Off Britain. Þegar hjónin, sem eru eftirlaunaþegar, ætluðu frá Ástralíu til Balí koms hins vegar babb í bátinn. Þau voru stöðvuð í vegabréfaeftirlitinu því ekki var hægt að skanna vegabréf Richard. Í ljós kom að lítið gat var komið á vegabréfið og því var ekki hægt að skanna það.

Þeim var sagt að þau gætu ekki farið til Balí því flugfélagið ætti háa sekt yfir höfði sér ef það flytti fólk þangað sem ekki væri með ferðaskilríkin í lagi. Þau keyptu sér því flugmiða til Malasíu, þar sem dóttir þeirra býr, til að geta farið í breskt sendiráð þar og fengið neyðarvegabréf. En þegar þau millilentu í Singapore lentu þau aftur í vanda því þau fengu ekki að fara úr landi með skaddaða vegabréfið.

Þau fengu á endanum leyfi til að yfirgefa flugvöllinn til að fara í breska sendiráðið. Á meðan þau biðu eftir að neyðarvegabréfið væri útbúið neyddust þau til að gista á rándýru hóteli því ekkert ódýrara var laust. Í heildina nam aukakostnaður þeirra vegna málsins sem svarar til 1,2 milljóna íslenskra króna.

Tryggingafélag þeirra neitaði að greiða þennan kostnað og sagði að ferðatryggingin nái aðeins yfir tjón sem fólk verður fyrir ef vegabréfi er stolið, það glatast eða eyðileggst. Ekkert sé kveðið á um að tryggingafélagið eigi að greiða bætur og kostnað ef vegabréf skemmist. Hjónin leituðu til umboðsmanns neytenda í Bretlandi en hann tók undir rök tryggingafélagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 5 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum