fbpx
Sunnudagur 22.september 2019  |
Pressan

Morð í Berlín – Voru útsendarar rússneskra stjórnvalda að verki?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. september 2019 06:45

Khangoshvili.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir hádegi þann 23. ágúst síðastliðinn var Zelimkhan Khangoshvili skotinn til bana í Kleiner Tiergarten í Moabit í Berlín. Lögreglan kom fljótt á vettvang og handtók 49 ára karlmann sem er grunaður um að hafa myrt Khangoshvili. Hinn handtekni sást vera að losa sig við reiðhjól, skammbyssu og aðra hluti í ánna Spree ekki fjarri morðvettvanginum.

Samkvæmt fréttum þýskra fjölmiðla kom morðinginn aftan að fórnarlambi sínum og skaut það tvisvar í höfuðið og hjólaði síðan á brott. Khangoshvili var í útlegð í Berlín en hann barðist með hersveitum Tsjetsjeníu gegn rússneskum herjum frá 2001 til 2005. Hinn handtekni er Rússi.

Í tilkynningu frá saksóknara kemur fram að skammbyssan, sem var notuð við morðið, sé af tegundinni Glock 26 og hafi verið með hljóðdeyfi. Lögreglan fann byssuna og reiðhjólið í ánni. Hann handtekni er nefndur Vadim S. í þýskum fjölmiðlum sem segja að í íbúð hans hafi fundist mikið af reiðufé. Hann hefur verið kærður fyrir morð.

Hann kom til Berlín frá Moskvu, með viðkomu í París, nokkrum dögum fyrir morðið og var með flugmiða aftur heim til Moskvu. Það þarf kannski ekki að undra að grunur beinist að aðild rússneskra stjórnvalda að morðinu enda ekki langt síðan þau voru bendluð við morðtilraun við Skripal-feðginin á Englandi og við morðið á liðhlaupanum Alexander Litvinenko árið 2006.

Khangoshvili flúði til Þýskalands eftir að hafa sloppið naumlega á lífi frá morðtilraun í Tbilisi, höfuðborg Georgíu, 2015. Átta skotum var þá skotið á hann og særðist hann en tókst að komast á sjúkrahús þar sem lífi hans var bjargað.

Rússneska leyniþjónustan er sögð hafa haft mikinn áhuga á að koma honum fyrir kattanef vegna stríðsreynslu hans. Margir félagar hans hafa einmitt verið myrtir á undanförnum árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kennarasleikjan
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa borið kennsl á 44 lík sem fundust í brunni í Mexíkó

Hafa borið kennsl á 44 lík sem fundust í brunni í Mexíkó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óþekkt halastjarna er á fleygiferð í gegnum sólkerfið – Gestur frá öðru sólkerfi?

Óþekkt halastjarna er á fleygiferð í gegnum sólkerfið – Gestur frá öðru sólkerfi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ættingjar héldu Alzheimerssjúklingi til að læknir gæti sprautað banvænu efni í hana

Ættingjar héldu Alzheimerssjúklingi til að læknir gæti sprautað banvænu efni í hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yfirmaðurinn bauð góðan dag með orðunum – „Góðan dag píkur“

Yfirmaðurinn bauð góðan dag með orðunum – „Góðan dag píkur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Seldi tvíburana sína til að geta keypt farsíma

Seldi tvíburana sína til að geta keypt farsíma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íslamskir öfgamenn tengjast umfangsmiklu skattsvindli í Danmörku – Féð hugsanlega notað til hryðjuverkastarfsemi

Íslamskir öfgamenn tengjast umfangsmiklu skattsvindli í Danmörku – Féð hugsanlega notað til hryðjuverkastarfsemi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðdegisblundur getur dregið úr líkunum á hjartaáfalli og blóðtappa

Miðdegisblundur getur dregið úr líkunum á hjartaáfalli og blóðtappa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gekk fram á par sem stundaði kynlíf á göngustíg – Vildu ekki hætta kynlífinu

Gekk fram á par sem stundaði kynlíf á göngustíg – Vildu ekki hætta kynlífinu