fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

„Við stöndum frammi fyrir baráttu upp á líf eða dauða“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. desember 2019 19:30

Frá Marshalleyjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friður og ró, fallegustu baðstrendur heims þar sem hægt er að liggja undir pálmatrjám og njóta lífsins í botn. Þetta er sú mynd sem margir hafa af Kyrrahafseyjum. En margar þessara eyja standa nú frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða.

Þetta segir Hilda Heine, forseti Marshalleyja. Á loftslagsráðstefnunni í Madrid bað hún heimsbyggðina um að koma Marshalleyjum til bjargar áður en það er um seinan.

„Viðkvæmustu eyríkin, eins og landið mitt, standa frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða vegna hækkandi sjávarborðs og öflugra storma.“

Sagði hún á ráðstefnunni að sögn News.com.au.

Hún sakaði ríkisstjórnir, sem vilja ekki taka þátt í að draga úr losun CO2 út í andrúmsloftið strax á næsta ári, um að vera í raun að kveða upp dauðadóm yfir Marshalleyjum.

„Einmitt nú, á meðan við tölum hafa mörg hundruð af íbúum landsins okkar flúið heimili sín eftir að stórar öldur urðu til þess að sjór flæddi yfir hluta af höfuðborginni okkar í síðustu viku. Þetta er barátta upp á líf og dauða fyrir alla sem ekki vilja flýja. Sem þjóð neitum við að flýja en við neitum einnig að deyja.“

Marshalleyjarnar eru mitt á milli Filippseyja og Hawaii. Þær samanstanda af mörgum litlum eyjum sem eru aðeins nokkra metra yfir sjávarmáli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 5 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum