Miðvikudagur 11.desember 2019
Pressan

Skyndibitakeðja í mótvindi eftir að hafa rofið tengslin við íhaldssöm kristin samtök

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. desember 2019 18:00

Einn veitingastaða Chick-fil-A.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska skyndibitakeðjan Chick-fil-A sætir nú mikilli gagnrýni frá mörgum íhaldsmönnum eftir að keðjan rauf tengsl sín við íhaldssöm kristin samtök sem eru á móti hjónaböndum samkynhneigðra. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt keðjuna vegna þessarar ákvörðunar eru þeir Ted Cruz og Mike Huckabee sem eru áberandi og áhrifamiklir innan repúblikanaflokksins.

Það hefur einnig verið þyrnir í augum íhaldsmanna að fyrir tveimur árum gaf keðjan háa fjárhæð til mannréttindasamtaka sem styðja frjálsar fóstureyðingar og hinsegin fólk.

Chick-fil-A hefur lengi verið vinsæl meðal hægrisinnaðra Bandaríkjamanna vegna fjárhagslegs stuðnings keðjunnar við Hjálpræðisherinn og The Fellowship and Christian Athletes.

„Ef þetta er rétt hefur Chick-fil-A villst af leið. Milljónir kristinna hafa verið stoltir af hugrökkum stuðningi Chick-fil-A við trúfrelsi. Að fjármagna þá sem hata viðskiptavini þína er sorglegt.“

Skrifaði Ted Cruz á Twitter.

Mike Huckabee segir að keðjan hafi „svikið trausta viðskiptavini sína fyrir peninga“.

Hingað til hefur það verið hinn vængurinn sem hefur gagnrýnt keðjuna fyrir stefnu hennar í málefnum hinsegin fólks. Fyrr á árinu neyddist keðjan til að loka fyrsta veitingastað sínum á Englandi eftir að mikil gagnrýni frá samtökum hinsegin fólks varð til þess að verslunarmiðstöðin, þar sem veitingastaðurinn var, neitaði að framlengja leigusamninginn.

Þá hafa tengsl keðjunnar við andstöðu gegn hinsegin fólki verið greinileg. Dan Cathy, forstjóri keðjunnar, hefur ekki farið leynt með andstöðu sína við hjónabönd samkynhneigðra. Þetta hefur haft áhrif á vöxt keðjunnar og orðið til að hún hefur misst af mörgum góðum stöðum fyrir veitingastaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveir risastórir loftsteinar fara nærri jörðinni um jólin

Tveir risastórir loftsteinar fara nærri jörðinni um jólin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn er eftirlit með almenningi hert í Kína – Nú þurfa farsímanotendur að láta skanna andlit sín

Enn er eftirlit með almenningi hert í Kína – Nú þurfa farsímanotendur að láta skanna andlit sín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skelfilegar fréttir um ástand heimshafanna – Súrefnismagn fer minnkandi

Skelfilegar fréttir um ástand heimshafanna – Súrefnismagn fer minnkandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Miklir eldar, appelsínugulur himinn og eina björgunin er rigning

Miklir eldar, appelsínugulur himinn og eina björgunin er rigning
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Við stöndum frammi fyrir baráttu upp á líf eða dauða“

„Við stöndum frammi fyrir baráttu upp á líf eða dauða“
Pressan
Fyrir 5 dögum

SAS íhugar að stofna nýtt flugfélag

SAS íhugar að stofna nýtt flugfélag
Pressan
Fyrir 5 dögum

142.000 manns létust úr mislingum 2018

142.000 manns létust úr mislingum 2018
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kveikt í konu sem var á leið í dómssal að bera vitni í nauðgunarmáli

Kveikt í konu sem var á leið í dómssal að bera vitni í nauðgunarmáli