Spænska lögreglan handtók nýlega tvo menn og fjórir til viðbótar voru handteknir annarsstaðar í Evrópu í tengslum við gríðarstórt fíkniefnamál. Spænska lögreglan hafði þá fundið 631 kíló af metamfetamíni sem átti að fara í dreifingu í Evrópu.
Efnið var í geymslu og beið þess að vera sett í dreifingu þegar lögreglan fann það. Auk metamfetamíns voru um tvö tonn af hassi í geymslunni.
Áhrif metamfetamíns á neytendur eru þau sömu og af amfetamíni sem er betur þekkt fíkniefni.