Föstudagur 24.janúar 2020
Pressan

Transkona fékk ekki að taka þátt á HM – Mátti ekki fara í sturtu með liðsfélögunum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. desember 2019 21:00

Hannah Mouncey næstlengst til hægri. Mynd:Glenn Cottingley/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2018 hefur Hannah Mouncey spilað með ástralska kvennahandboltalandsliðinu en kynskiptaferli hennar hófst 2015. Hún hét áður Callum Mouncey og spilaði með ástralska karlalandsliðinu. Hún hefur skilgreint sig sem konu frá 2016. Engar reglur stóðu í vegi fyrir að hún gæti spilað með kvennalandsliðinu á HM í Japan en það gerðu hins vegar liðsfélagar hennar og þjálfari liðsins.

Um viku áður en mótið hófst var tilkynnt að Hannah yrði ekki með þrátt fyrir að hún hafi leikið með liðinu í undankeppninni í Asíu.

Í bloggfærslu á Star Observer skýrir hún frá málinu.

„Ég get staðfest að ég var ekki valin í liðið því hópur leikmanna, sem naut stuðnings þjálfarans, vildi ekki að ég færi í bað með hinum leikmönnunum eða notaði sama búningsklefa og þeir fyrir og eftir leiki. Þetta var eina ástæðan fyrir að ég var ekki valin sagði þjálfarinn.“

Hún segist ekki reikna með að fá símtal aftur frá landsliðsþjálfaranum og sé ferli hennar með landsliðinu því lokið. Hún mun halda áfram að spila með félagsliði sínu, Melbourne Handball Club.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

„Kynslóðin mín hefur klúðrað þessu. Vandinn er staðreynd.“

„Kynslóðin mín hefur klúðrað þessu. Vandinn er staðreynd.“
Pressan
Í gær

Bandarískur efnahagur í hættu – Margar hættur leynast undir yfirborðinu

Bandarískur efnahagur í hættu – Margar hættur leynast undir yfirborðinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að fuglaflensa sé að breiðast út í Evrópu

Útlit fyrir að fuglaflensa sé að breiðast út í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú getur hleðslutækið þitt orðið ónothæft

Nú getur hleðslutækið þitt orðið ónothæft
Pressan
Fyrir 2 dögum

Handtekinn eftir að hafa játað í beinni útsendingu í sjónvarpi að hafa myrt unnustu sína

Handtekinn eftir að hafa játað í beinni útsendingu í sjónvarpi að hafa myrt unnustu sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bjóða upp á papparúm í Ólympíuþorpinu í Tókýó – Þola ágætlega kynlífsiðkun ef aðeins tveir taka þátt

Bjóða upp á papparúm í Ólympíuþorpinu í Tókýó – Þola ágætlega kynlífsiðkun ef aðeins tveir taka þátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjar óhugnanlegar upplýsingar um Philip Manshaus – Drap systur sína til að „vernda“ foreldrana

Nýjar óhugnanlegar upplýsingar um Philip Manshaus – Drap systur sína til að „vernda“ foreldrana