fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Transkona fékk ekki að taka þátt á HM – Mátti ekki fara í sturtu með liðsfélögunum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. desember 2019 21:00

Hannah Mouncey næstlengst til hægri. Mynd:Glenn Cottingley/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2018 hefur Hannah Mouncey spilað með ástralska kvennahandboltalandsliðinu en kynskiptaferli hennar hófst 2015. Hún hét áður Callum Mouncey og spilaði með ástralska karlalandsliðinu. Hún hefur skilgreint sig sem konu frá 2016. Engar reglur stóðu í vegi fyrir að hún gæti spilað með kvennalandsliðinu á HM í Japan en það gerðu hins vegar liðsfélagar hennar og þjálfari liðsins.

Um viku áður en mótið hófst var tilkynnt að Hannah yrði ekki með þrátt fyrir að hún hafi leikið með liðinu í undankeppninni í Asíu.

Í bloggfærslu á Star Observer skýrir hún frá málinu.

„Ég get staðfest að ég var ekki valin í liðið því hópur leikmanna, sem naut stuðnings þjálfarans, vildi ekki að ég færi í bað með hinum leikmönnunum eða notaði sama búningsklefa og þeir fyrir og eftir leiki. Þetta var eina ástæðan fyrir að ég var ekki valin sagði þjálfarinn.“

Hún segist ekki reikna með að fá símtal aftur frá landsliðsþjálfaranum og sé ferli hennar með landsliðinu því lokið. Hún mun halda áfram að spila með félagsliði sínu, Melbourne Handball Club.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?