fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Svona er hægt að losna auðveldlega við hélið af framrúðunni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. desember 2019 06:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið þreytandi og stundum erfitt að skafa bílinn á morgnana, auk þess sem það er hundleiðinlegt. Það eru auðvitað til margar aðferðir til að auðvelda þetta, misgóðar eflaust. Hér verða nokkrar aðferðir, til að losna auðveldlega við hélið og frostið af framrúðunni, nefndar til sögunnar.

Augljósasta lausnin er að nota heitt vatn, jafnvel sjóðandi vatn, og hella á rúðuna. En það er rétt að hafa í huga að sjóðandi vatn er notað er hætta á að sprungur myndist í rúðunni vegna hitamismunar. Því er skynsamlegast að nota volgt vatn.

Það er líka hægt að nota blöndu af vatni og spritti. Það er blandað í hlutföllunum einn þriðji vatn á móti tveimur þriðju hlutum spritts. Best er að hafa þetta í úðabrúsa, sem er hægt að geyma í bílnum, og úða á rúðuna. Eftirleikurinn er síðan auðveldur með sköfu.

Það er líka hægt að vera með forvarnarstarf. Til dæmis er hægt að leysa smávegis salt, matarsalt, upp í vatni. Handklæði er síðan bleytt í vatninu og lagt undir rúðuþurrkurnar að kvöldi. Eftir því sem segir á Wikihow ætti þetta að tryggja að rúðan sé íslaus næsta morgun. En það þarf að passa að handklæðið sé ekki rennandi blautt því saltvatnið á aðeins að komast í snertingu við rúðuna því það getur aukið ryðmyndun í bílnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Pressan
Í gær

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?