fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Svona er hægt að losna auðveldlega við hélið af framrúðunni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. desember 2019 06:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið þreytandi og stundum erfitt að skafa bílinn á morgnana, auk þess sem það er hundleiðinlegt. Það eru auðvitað til margar aðferðir til að auðvelda þetta, misgóðar eflaust. Hér verða nokkrar aðferðir, til að losna auðveldlega við hélið og frostið af framrúðunni, nefndar til sögunnar.

Augljósasta lausnin er að nota heitt vatn, jafnvel sjóðandi vatn, og hella á rúðuna. En það er rétt að hafa í huga að sjóðandi vatn er notað er hætta á að sprungur myndist í rúðunni vegna hitamismunar. Því er skynsamlegast að nota volgt vatn.

Það er líka hægt að nota blöndu af vatni og spritti. Það er blandað í hlutföllunum einn þriðji vatn á móti tveimur þriðju hlutum spritts. Best er að hafa þetta í úðabrúsa, sem er hægt að geyma í bílnum, og úða á rúðuna. Eftirleikurinn er síðan auðveldur með sköfu.

Það er líka hægt að vera með forvarnarstarf. Til dæmis er hægt að leysa smávegis salt, matarsalt, upp í vatni. Handklæði er síðan bleytt í vatninu og lagt undir rúðuþurrkurnar að kvöldi. Eftir því sem segir á Wikihow ætti þetta að tryggja að rúðan sé íslaus næsta morgun. En það þarf að passa að handklæðið sé ekki rennandi blautt því saltvatnið á aðeins að komast í snertingu við rúðuna því það getur aukið ryðmyndun í bílnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 5 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum