Miðvikudagur 20.nóvember 2019
Pressan

Stórslys yfirvofandi í „hræðilegum“ flóttamannabúðum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 07:59

Sýrlenskir flóttamenn. Mynd:Wikimedia Commons/ Mstyslav Chernov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg þúsund manns búa við ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum á tveimur grískum eyjum. Nú hafa grísk stjórnvöld fengið nóg af þessu og í síðustu viku voru samþykkt ný lög sem eiga að auðvelda þeim að senda innflytjendur og hælisleitendur úr landi. Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra, sagði að nú væri komið nóg.

Mikill straumur flóttamanna hefur verið til Grikklands frá Sýrlandi. Þar búa margir þeirra í þéttskipuðum flóttamannabúðum sem eru löngu orðnar yfirfullar. Þetta hefur orðið til þess að hin þriggja mánaða gamla miðjuhægristjórn landsins ætlar að taka upp mun harðari línu gagnvart flóttamönnum en forverar hennar sem voru á vinstri væng stjórnmálanna. Nýja ríkisstjórnin hefur heitið því að senda 10.000 flóttamenn úr landi fyrir árslok 2020.

Gríðarlegt álag er á hælisumsóknarkerfið og tekur afgreiðsla mála allt að 6 ár.

Nýju lögin hafa verið harðlega gagnrýnd af mannréttindasamtökum, hjálparsamtökum og stjórnarandstöðunni. Óttast er að með nýju lögunum eigi að takmarka réttindi hælisleitenda á ýmsum sviðum.

Dunja Mijatovic, sem fer með mannréttindamál í framkvæmdastjórn ESB, segir að aðstæður í flóttamannabúðum á eyjunni Lesbos séu hræðilegar og stórslys sé yfirvofandi. Þar eru tæplega 17.000 manns í flóttamannabúðum sem eiga aðeins að hýsa 2.840.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Hvarf sporlaust fyrir 30 árum þegar hún var að viðra hundinn – 29 árum síðar greip vinnufélagi til sinna ráða

Hvarf sporlaust fyrir 30 árum þegar hún var að viðra hundinn – 29 árum síðar greip vinnufélagi til sinna ráða
Pressan
Í gær

Óhugnanlegt nauðgunarmál vekur óhug Dana – Kennari nauðgaði 13 ára nemanda sínum ítrekað og hótaði að myrða fjölskyldu hennar

Óhugnanlegt nauðgunarmál vekur óhug Dana – Kennari nauðgaði 13 ára nemanda sínum ítrekað og hótaði að myrða fjölskyldu hennar
Pressan
Í gær

Neyðarástandi lýst yfir á Samóa vegna mislingafaraldurs

Neyðarástandi lýst yfir á Samóa vegna mislingafaraldurs
Pressan
Í gær

Óttast enn meiri hörmungar vegna gróðureldanna í Ástralíu – Enn hlýrra og þurrara veður í vændum

Óttast enn meiri hörmungar vegna gróðureldanna í Ástralíu – Enn hlýrra og þurrara veður í vændum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hve skelfilegt er þetta viðtal? Viðtal við Andrew Bretaprins sagt vera álíka slæm kynning og kjarnorkusprenging

Hve skelfilegt er þetta viðtal? Viðtal við Andrew Bretaprins sagt vera álíka slæm kynning og kjarnorkusprenging
Pressan
Fyrir 4 dögum

Aðalleikkona í hryllingsmynd grunuð um morð

Aðalleikkona í hryllingsmynd grunuð um morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er með 3,8 milljarða í árslaun og telur ójöfnuðinn vera orðinn of mikinn

Er með 3,8 milljarða í árslaun og telur ójöfnuðinn vera orðinn of mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfélög mega taka gjald fyrir nafnabreytingar á flugfarmiðum

Flugfélög mega taka gjald fyrir nafnabreytingar á flugfarmiðum