fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Norskur hryðjuverkamaður neitar sök – „Ég vil vernda kynslóðir framtíðarinnar“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 07:02

Philip Manshaus

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær kom Philip Manshaus, 22 ára, í fyrsta sinn fyrir dóm í Osló. Hann er ákærður fyrir morð og hryðjuverk. Hann las upp fjögurra mínútna langa yfirlýsingu í dómssal og sagðist hann vilja vernda kynslóðir framtíðarinnar sem rambi á barmi útrýmingar. Áður en hann las yfirlýsinguna upp hafði hann heilsað að nasistasið.

Hann er ákærður fyrir að hafa drepið stjúpsystur sína og að hafa ráðist á Al-Noor Islamic Centre í Bærum nærri Osló. Enginn slasaðist alvarlega í þeirri árás. Stjúpsystir hans var 17 ára og var ættleidd frá Kína. Hann telur að ekki eigi að refsa honum fyrir það sem hann gerði. Í yfirlýsingu sinni kom hann með margar rasískar athugasemdir og lýsti einnig gyðingaandúð sinni.

Gæsluvarðhald yfir honum var framlengt en einangrun aflétt svo nú getur hann sent og fengið bréf og heimsóknir.

Hilde Strand, lögmaður hjá lögreglunni, sagði að rannsókn málsins muni ljúka í desember. Á fimmtudaginn er von á skýrslu um hvort hægt sé að draga Manshaus til ábyrgðar fyrir ódæðisverkin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?