Laugardagur 22.febrúar 2020
Pressan

Lögreglumaður stöðvaði akstur hennar – Þegar hann sá börnin í bílnum bað hann hana um að stíga út

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. nóvember 2019 22:32

Kevin Zimmerman. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 12 árum hóf Kevin Zimmerman störf sem lögreglumaður í Milwaukee í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur margt drifið á daga hans en nýlega lenti hann í atviki sem komst heldur betur í fréttirnar.

Snemma í október stöðvaði hann akstur konu einnar. Þegar hann leit inn í bílinn sá hann að hún var með þrjú ung börn í aftursætinu og voru þau ekki í bílstólum. Sem lögreglumaður og faðir vissi hann auðvitað að börn eiga að vera í bílstólum.

„Nú er að koma vetur og það þarf að greiða reikninga, ég þarf að kaupa úlpur, stígvél og fleira svo þetta er mjög erfiður árstími fyrir mig.“

Sagði konan, sem heitir Andrella Jackson, við Zimmerman.

Kevin og tvö af börnunum.

Hann hefði auðvitað getað sektað hana en ákvað þess í stað að fara aðra leið. Hann lét Jackson því fylgja sér í nærliggjandi stórverslun þar sem hann keypti bílstóla og greiddi úr eigin vasa. Hann kom þeim síðan fyrir í bíl Jackson.

„Hann er frábær. Ég kann svo sannarlega að meta allt það sem hann gerði fyrir okkur.“

Sagði Jackson.

Í samtali við TMJ4 vildi Zimmerman ekki gera mikið úr eigin ágæti eða því sem hann gerði.

„Ég gerði þetta ekki til að hljóta lof fyrir. Ég gerði þetta af því að ég á sjálfur börn og ég vil ekki að neitt komi fyrir börnin hennar. Ef eitthvað kæmi fyrir börnin mín myndi ég vera eyðilagður fyrir lífstíð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Ástralíu: „Skrímsli“ sem hugsaði ekki um neitt nema sjálfan sig

Harmleikurinn í Ástralíu: „Skrímsli“ sem hugsaði ekki um neitt nema sjálfan sig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þekktur rappari skotinn til bana: Kom Facebook-færslan upp um hann?

Þekktur rappari skotinn til bana: Kom Facebook-færslan upp um hann?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð fyrir að bursta ekki tennur sonar síns

Móðir ákærð fyrir að bursta ekki tennur sonar síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bráðnun Grænlandsjökuls á að afla Grænlendingum fjár

Bráðnun Grænlandsjökuls á að afla Grænlendingum fjár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Umfangsmesta leit sögunnar að fljúgandi furðuhlutum og vitsmunaverum í geimnum

Umfangsmesta leit sögunnar að fljúgandi furðuhlutum og vitsmunaverum í geimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir fóstureyðingu vera verri en barnaníð – „Barnaníð drepur engan en þetta gerir það“

Segir fóstureyðingu vera verri en barnaníð – „Barnaníð drepur engan en þetta gerir það“