fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Pressan

Fjárdráttur á flötinni – Golfferðir Donald Trump færa fé úr vasa Bandaríkjamanna í vasa forsetans

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 30. nóvember 2019 17:00

Vonandi er Trump orðinn góður í golfi eftir allar þessar ferðir. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blessað golfið, helsta áhugamál Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur kostað Bandaríkjamenn ansi mikið síðan hann tók við embætti í janúar árið 2017. Áætlað er að 115 milljónir dollara, rúmlega 14 milljarðar króna, hafi farið í golffrí forsetann síðustu tæpu tvö árin. Það jafngildir því að hann myndi þiggja forsetalaun í 287 ár, en hann nýtir hvert tækifæri til að monta sig af því að þiggja ekki forsetalaun.

Hins vegar er ekki hægt að slá upphæðinni sem hefur farið í golfið fastri því Hvíta húsið neitar að gefa upp þessar upplýsingar, eins og fram kemur í grein Huffington Post um málið. Huffington Post óskaði eftir upplýsingum um hve margir opinberir starfsmenn væru með í för í þakkargjörðarfríi Trump á Palm Beach í Flórída, á hótelinu sem hann sjálfur á, nú um helgina og hvað ferðin kostaði, en golf mun leika þar veigamikið hlutverk. Svar Stephanie Grisham, fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins, var stutt og laggott: „Nei.“

Rennur allt í vasa Trump

Hvíta húsið þarf ekki að veita þessar upplýsingar þar sem það er undanskilið upplýsingalögum. Hins vegar er það brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna að Trump þiggi aukagreiðslur, utan forsetalauna, frá bandarískum yfirvöldum. Af þessum 115 milljónum dollurum sem hafa runnið í golfferðir forsetans að því er virðist, hefur mikill peningur farið í að borga fæði og uppihald fyrir öryggisverði, starfsfólk Hvíta hússins og aðra opinbera starfsmenn enda þarf mikið fylgdarlið þegar forseti Bandaríkjanna er annars vegar.

Ýmsir fjölmiðlar hafa látið á það reyna fyrir dómi hvort þessar upplýsingar ættu ekki erindi til almennings. ProPublica fékk til að mynda upplýsingar varðandi kostnað við heimsókn kínverska forsetans Xi Jinping árið 2017, en forsetarnir tveir skemmtu sér á Mar-a-Lago á Palm Beach á Flórída, á sama stað og Trump fagnar þakkargjörðarhátíðinni. Hér er vert að minna á að hótelið og golfvöllurinn eru í eigu Trump. Samkvæmt upplýsingum ProPublica borguðu bandarískir skattgreiðendur 546 dollara, tæplega 70 þúsund krónur, fyrir nóttina á hótelinu fyrir hvern af þeim 24 starfsmönnum Trump sem gistu á svæðinu. Er þetta talsvert hærra gjald en rukkað er vanalega fyrir herbergi á staðnum. Þá borguðu skattgreiðendur einnig rúmlega 1.000 dollara, um 122 þúsund krónur, fyrir 54 drykki á barnum sem pantaðir voru af starfsmönnum Hvíta hússins.

Fjölmargir starfsmenn fylgja Trump hvert sem hann fer. Mynd: Getty Images

Property of the People ljóstraði nýlega upp að leyniþjónustan hefði fengið 254.021 dollara fyrstu fimm mánuðina sem Trump var forseti fyrir að fylgja honum í 25 golfferðir. Fram að síðasta miðvikudegi hafði Trump farið í golf 223 sinnum síðan hann varð forseti. Því má leiða að því líkur að 2,3 milljónir dollara hafi farið til leyniþjónustunnar í forsetatíð Trump.

Gagnrýndi Obama

Þessi mikli golfáhugi Trump og peningarnir sem renna í áhugamálið eru einnig ansi spaugilegir því Trump gagnrýndi fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, ítrekað fyrir að spila mikið golf.

„Barack Obama spilar golf til að flýja vinnuna á meðan Bandaríkin fara í ræsið,“ tísti Trump í desember árið 2011.

Í kosningabaráttunni sagði Trump enn fremur að hann myndi aldrei hafa tíma til að fara í golf ef hann yrði kosinn forseti.

„Ég elska golf en ég held að ég myndi aldrei sjá Turnberry aftur ef ég kæmist í Hvíta húsið. Ég held að ég myndi aldrei sjá Doral aftur,“ sagði hann á kosningafundi í febrúar árið 2016 og vísaði í tvo golfvelli í hans eigu. „Ég held að ég sæi ekkert. Ég myndi vilja vera bara í Hvíta húsinu og vinna eins og brjálæðingur.“

Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar hefur Trump leikið mun meira golf en fyrirrennari hans. Þegar Obama hafði verið í embætti í tæp tvö ár, líkt og Trump er núna, þá hafði hann eytt 88 dögum á golfvelli. Trump hefur eytt 223 dögum í það. Auk þess kaus Obama yfirleitt að spila golf í grennd við Hvíta húsið en Trump ferðast langar vegalengdir til að sinna áhugamálinu og spilar á sínum eigin golfvöllum í New Jersey og Flórída. Síðan Trump tók við embætti hefur hann aðeins tvisvar leikið golf á golfvöllum sem hann á ekki, bæði skiptin í Japan. Sérfræðingar hafa því haldið fram að þessi gífurlegi kostnaður við golfið sé eingöngu til að færa peninga úr vasa skattgreiðenda í vasa Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

97.000 börn smituðust af kórónuveirunni á tveimur vikum í Bandaríkjunum

97.000 börn smituðust af kórónuveirunni á tveimur vikum í Bandaríkjunum
Pressan
Í gær

Ráðgátan um hótunarbréfið – Telja mikilvægan hlut vanta á það

Ráðgátan um hótunarbréfið – Telja mikilvægan hlut vanta á það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir það góða hugmynd að andliti hans verði bætt við Mount Rushmore

Trump segir það góða hugmynd að andliti hans verði bætt við Mount Rushmore
Pressan
Fyrir 2 dögum

Forsetar á reiðhjólum – Skrautleg saga reiðhjólsins í Hvíta húsinu

Forsetar á reiðhjólum – Skrautleg saga reiðhjólsins í Hvíta húsinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakaður um að drepa nágranna sinn til að verða frægur á TikTok

Sakaður um að drepa nágranna sinn til að verða frægur á TikTok
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sex dularfull mannshvörf frá sama smábænum – Tvær fundist en lögreglan gefur ekkert upp

Sex dularfull mannshvörf frá sama smábænum – Tvær fundist en lögreglan gefur ekkert upp
Pressan
Fyrir 5 dögum

Staðfest að starfsmenn Trumps aðstoða Kanye West við framboð sitt – „No comment“ segir lögmaður Trumps

Staðfest að starfsmenn Trumps aðstoða Kanye West við framboð sitt – „No comment“ segir lögmaður Trumps
Pressan
Fyrir 5 dögum

Indland er þriðja landið þar sem kórónuveirusmit eru orðin fleiri en tvær milljónir

Indland er þriðja landið þar sem kórónuveirusmit eru orðin fleiri en tvær milljónir