fbpx
Laugardagur 08.ágúst 2020
Pressan

Skömmu eftir að þessi mynd var tekin var konan handtekin

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 06:00

Skömmu eftir að myndin var tekin var Mavis handtekin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á myndinni, sem fylgir þessari frétt, sést eldra par liggjandi í sjúkrarúmum. Þau  deila síðustu stundum lífsins saman. 20 mínútum eftir að myndin var tekin lést maðurinn, Dennis Eccleston 81 árs að aldri. Skömmu síðar var konan, hin áttræða Mavis Eccleston, handtekin, grunuð um að hafa myrt eiginmann sinn.

Dóttir þeirra, Joy Munns, skýrir frá þessu í færsl á Facebook. Þar deilir hún sögu foreldra sinna, hvernig þau reyndu að leyfa Dennis að deyja virðulega en allt endaði með handtöku móður hennar.

„Mamma er grunuð um morð fyrir að reyna að fremja sjálfsvíg með krabbameinssjúkum föður okkar. Hann vildi losna við sársaukann, ástin hennar í 60 ár, og hún þoldi ekki að sjá hann þjást lengur.“

Skrifar Joy.

Af þessum sökum vildi Mavis fórna lífi sínu svo þau gætu dáið saman. En þannig fór þetta ekki.

Sjálfsvígið og sjálfsvígstilraunin áttu sér stað í apríl. Mavis var í haldi lögreglunnar í 30 klukkustundir en var síðan látin laus. Í september kom hún síðan fyrir dóm. Þar átti kviðdómur að taka afstöðu til hvort dæma ætti hana fyrir morð á eiginmanni sínum því í Englandi er óheimilt að veita fólki aðstoð við að taka eigið líf.

„Sem betur fer var kviðdómurinn skynsamur og réttlætið hafði sigur með „ekki sek“ dómi.“

Skrifar Joy.

Færsla hennar og myndin af foreldrum hennar hefur vakið upp umræðu um hvort heimila eigi að fólki sé hjálpað við að binda enda á eigið líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegt tap Lufthansa

Gríðarlegt tap Lufthansa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump – „Engum líkar við mig“

Trump – „Engum líkar við mig“