Mánudagur 09.desember 2019
Pressan

60 nýir dollaramilljarðamæringar – Bandaríski draumurinn lifir góðu lífi í Kína

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 07:59

Það er mikið lagt undir. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að bandaríski draumurinn lifi góðu lífi í Kína. Þar fjölgar milljónamæringunum stöðugt og milljarðamæringum einnig. Á nýjum lista yfir 400 ríkustu Kínverjana eru 60 ný nöfn. Það er einnig athyglisvert að 59 þeirra hafa byggt auð sinn upp frá grunni, eru frumkvöðlar.

Það var Forbes sem tók listann saman. Hann sýnir að það er enn hægt að efnast vel í Kína þótt fólk verði að byrja á núlli. Á sama tíma er orðið miklu erfiðara fyrir Bandaríkjamenn að brjótast úr fátækt til auðlegðar.

Listi Forbes er einnig áhugaverður fyrir þær sakir að til að vera tekinn inn á hann þarf fólk að eiga einn milljarð dollara en áður var miðað við 840 milljónir dollara. Sjö af nýju milljarðamæringunum hafa efnast vel á að selja löndum sínum menntun. Þeirra á meðal er Li Yongxin, 43 ára, en hann á rúmlega 9 milljarða dollara og er í 22. sæti listans. Hann auðgaðist vel þegar fyrirtæki hans, Offcn Educations Technology, var skráð á hlutabréfamarkað. Fyrirtækið sér um kennslu fyrir um 2,3 milljónir Kínverja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Við stöndum frammi fyrir baráttu upp á líf eða dauða“

„Við stöndum frammi fyrir baráttu upp á líf eða dauða“
Pressan
Fyrir 2 dögum

SAS íhugar að stofna nýtt flugfélag

SAS íhugar að stofna nýtt flugfélag
Pressan
Fyrir 3 dögum

142.000 manns létust úr mislingum 2018

142.000 manns létust úr mislingum 2018
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kveikt í konu sem var á leið í dómssal að bera vitni í nauðgunarmáli

Kveikt í konu sem var á leið í dómssal að bera vitni í nauðgunarmáli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Laug á starfsumsókn – í gær fékk hún þungan dóm

Laug á starfsumsókn – í gær fékk hún þungan dóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðamæringur dó á dularfullan hátt

Milljarðamæringur dó á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þungar ásakanir í garð H&M – „Þetta er eins og sértrúarsöfnuður“

Þungar ásakanir í garð H&M – „Þetta er eins og sértrúarsöfnuður“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konur útskýra af hverju þær vilja frekar nota titrara en stunda kynlíf með körlum

Konur útskýra af hverju þær vilja frekar nota titrara en stunda kynlíf með körlum