fbpx
Laugardagur 08.ágúst 2020
Pressan

Ekki allir sáttir við jólahlaðborð háskólans – Ekkert kjöt á boðstólum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 07:00

Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmenn og nemendur við háskólann í Bergen í Noregi hafa brugðist illa við ákvörðun skólayfirvalda um að ekkert kjöt verði á boðstólum á jólahlaðborði skólans. Þar verður því ekki boðið upp á hefðbundið svína- eða lambakjöt.

Norska ríkisútvarpið hefur eftir Tore Tungodden, aðstoðarforstjóra háskólans, að þetta sé mikilvægt skref til að draga úr losun háskólans á gróðurhúsalofttegundum. Þetta sé hluti af stærra máli og stærri mynd.

500 sæti eru í boði í jólahlaðborðinu og er venjan að þau seljist öll en nú er fólk ekki eins öruggt um að öll sæti seljist fyrst ekkert kjöt er á boðstólum.

Málið hefur vakið mikla athygli og hafa flestir sem hafa tjáð sig um það látið í ljós óánægju sína með að jólahlaðborðið verði kjötlaus. Norska ríkisútvarpið hefur eftir Pål Hermod Bakka, bókasafnsverði í háskólanum, að honum finnist hugmyndin kjánaleg og að hann ætli að fara á jólahlaðborð annarsstaðar þar sem hann geti fengið kjöt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegt tap Lufthansa

Gríðarlegt tap Lufthansa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump – „Engum líkar við mig“

Trump – „Engum líkar við mig“