fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Karl Bretaprins tengdur listaverkahneyksli

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. nóvember 2019 18:30

Karl konungur. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Bretaprins á það víst til að grípa í pensil og mála myndir. Hann hefur áhug á list en þessa dagana er hann í umræðunni vegna listaverkahneykslis sem tengist einum af þeim góðgerðarsamtökum sem prinsinn starfar með.

Samkvæmt frétt Daily Mail hefur bandarískur listamaður, sem hefur margoft verið dæmdur fyrir málverkafalsanir, játað að hafa málað mörg verk sem hafa prýtt veggi hjá samtökunum. Eitt af verkunum var sagt vera eftir franska impressjónistann Monet og væri verðmæti þess 50 milljónir pundar. Það hefur nú verið tekið niður af veggnum hjá samtökunum.

En þetta málverk er ekki eina vafasama málverkið því einnig er nú efast um uppruna málverks sem er að sögn eftir Picasso og annars eftir Salvador Dali. Verðmæti þeirra tveggja er 54 milljónir punda samtals, það er að segja ef þau eru ekta.

Málverkin voru öll til sýnis í Dumfries House þar sem höfuðstöðvar The Prince‘s Foundation eru til húsa. Ásamt 14 öðrum málverkum voru þau fengi að láni hjá breska listaverkasafnaranum James Stunt sem er nú orðinn gjaldþrota.

Í síðustu viku var skýrt frá því að bandaríski listamaðurinn Tony Tetro hefði málað verkin og selt Stunt. Tetro sagði í samtali við Daily Mail að hann hafi gert það að lífsviðurværi sínu að líkja eftir verkum þekktra listamanna og selja þau.

Stunt vísar því á bug að málverkin séu fölsuð og því til sönnunar bendir hann á að þau eru tryggð fyrir 104 milljónir punda. Einnig á hin viðurkennda Wildenstein Institute í París að hafa staðfest uppruna myndana en stofnunin er þekkt fyrir sérfræðiþekkingu á þessu sviði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 5 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum