fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Lögreglumenn hefndu sín á lögreglukonum vegna kvartana um kynferðisofbeldi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. október 2019 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur lögreglumanna í Skotlandi er grunaður um að hafa hefnt sín á lögreglukonum sem kvörtuðu undan kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi. Lögreglumennirnir eru þekktir fyrir að standa saman og gengur hópur þeirra undir nafninu „the boys club“.

Nú er verið að rannsaka hegðun þeirra og framgöngu. Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa læst barnshafandi lögreglukonu inni í herbergi og að hafa ekið með aðra út í skóg og skilið hana eftir þar. Það var uppljóstrari sem tilkynnti um málin til eftirlitsnefndar með störfum lögreglunnar. Rannsókn nefndarinnar hófst fyrir tíu mánuðum og stendur enn yfir.

Samkvæmt frétt STV News þurfti barnshafandi lögreglukonan að klifra út um glugga á Forres lögreglustöðinni eftir að hún var læst inni. Uppljóstrarinn sagði einnig að „the boys club“ hafi skilið aðra lögreglukonu eftir úti í skógi í hefndarskyni eftir að hún kærði fyrrum samstarfsmann sinn í lögreglunni fyrir heimilisofbeldi og kynferðisbrot.

Fram kemur að fleiri ásakanir á hendur lögreglumönnunum hafi komið fram eftir að eftirlitsnefndin hóf rannsókn sína. Þar á meðal eru þeir sakaðir um fyrirlitningu í garð samkynhneigðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?