fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Myrti 17 manns í Flórída: Eigandi byssubúðarinnar greip til sinna ráða

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 8. október 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nikolas Cruz, 19 ára Bandaríkjamaður, skaut sautján manns til bana og særði 17 til viðbótar, þegar hann hóf skothríð í Marjory Stoneman-menntaskólanum í Parkland í Flórída þann 14. febrúar 2018. Eðli málsins samkvæmt var árásin öllum mikið áfall enda árásir sem þessar verið tíðar í Bandaríkjunum á undanförnum árum.

Við rannsókn málsins kom í ljós að Cruz hafði keypt skotvopnið sem hann notaði í verslun Dick’s Sporting Goods. Óhætt er að segja að forsvarsmenn verslunarkeðjunnar hafi lagt sín lóð á vogarskálarnar til að tryggja að harmleikur sem þessi endurtaki sig ekki.

Verslunin ákvað að hætta að selja hálffsjálfvirka árásarriffla í kjölfar árásarinnar, en sat þá uppi með talsverðan lager af slíkum skotvopnum. Í stað þess að koma vopnunum til annarra birgja ákvað fyrirtækið að gera sitt til að tryggja að skotvopnin enduðu ekki á götunni.

„Ég sagði: Ef okkur er alvara með það að koma þessum vopnum af götunni þá þurfum við að eyðileggja þau,“ segir Ed Stack, stjórnarformaður og eigandi Dick’s. Vopnin, sem metin voru á 5 milljónir dala, rúmar 600 milljónir króna, voru send í brotajárn.

Í samtali við Fox News rekur Ed ástæðuna fyrir því að fyrirtækið ákvað að hætta að selja þessar byssur. „Við komumst að því að við höfðum selt þessum strák skotvopn. Hann hafði keypt hana á löglegan hátt. Þá sagði ég að nú væri nóg komið. Við erum hætt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 5 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum