fbpx
Föstudagur 05.júní 2020
Pressan

Hestaeigendur ævareiðir eftir að Pia borðaði hestinn sinn – „Kokkahjartað mitt sagði að ég yrði að gera þetta“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. október 2019 05:36

Rétturinn sem Pia eldaði. Mynd:Pia Olden

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn birti Pia Olden, 18 ára, færslu á Facebook þar sem hún skýrði frá því að hún og aðrir í fjölskyldunni hefðu nýlokið við að borða 2,7 kíló af hrossakjöti. Kjöt af hesti hennar Drifting Speed. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð margra og hefur neikvæðum skilaboðum og hótunum rignt yfir hana í kjölfarið.

„Kokkahjartað mitt sagði að ég yrði að gera þetta.“ Skrifaði Pia meðal annars en hún matreiddi kjötið sjálf með chili og mangó. Hún er sjálf kokkanemi.

Á laugardaginn fór færsla hennar á mikið flug eftir að einhver hafði tekið skjáskot af henni og sett inn á norska grínsíðu en Pia býr í Noregi.

„Guð minn góður, á ekki orð!!! Þetta er hræðilegt, þú borðar ekki besta vin þinn, er það?“

Var meðal annars skrifað um færslu hennar. En þetta voru nú bara vinsamlega skrif miðað við margt annað sem dundi á henni. Margir skrifuðu að hún ætti skilið að vera drepinn fyrir að hafa borðað sinn eigin hest. Aðrir vildu að hún yrði svipt leyfi til að eiga dýr.

Er eitthvað að því að borða þetta kjöt? Mynd:Pia Olden

Í samtali við Dagbladet sagði Pia að hörðustu viðbrögðin hafi komið frá ungum stúlkum sem eiga hest. Í þeirra augum sé það að borða hrossakjöt eins og að borða ættingja. Hún er sjálf ekki þeirrar skoðunar og sér ekkert athugavert við að borða sinn eigin hest sem hún var mjög ánægð með.

„Þetta var mín aðferð til að heiðra hana. Það er ekki betra að kjötið sé grafið í jörð og étið af möðkum.“

Sagði hún. Lóga varð Drifting Speed síðasta sumar vegna veikinda og var kjötið búið að vera í frysti síðan.

Hún sagði að líklega hafi hún aðra sýn á þetta en flestir hestaeigendur því hún sé uppalin í sveit. Hún sagði það mikið tabú í samfélagi hestafólks að borða hrossakjöt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Í gær

Gekk vel á Skagageiðinni

Gekk vel á Skagageiðinni
Í gær

Fiskurinn hefur allstaðar verið að gefa sig

Fiskurinn hefur allstaðar verið að gefa sig
Pressan
Í gær

Fundu tvo unglinga með bleiur í húsi þar sem húsráðandinn var látinn

Fundu tvo unglinga með bleiur í húsi þar sem húsráðandinn var látinn
Pressan
Í gær

Fingralangir apar – Stálu blóðprufum

Fingralangir apar – Stálu blóðprufum
Pressan
Fyrir 2 dögum

99% viss um að bóluefni gegn kórónuveirunni muni virka

99% viss um að bóluefni gegn kórónuveirunni muni virka
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lést skömmu fyrir brúðkaupið – Ljósmyndastofan er nú í miklum hremmingum

Lést skömmu fyrir brúðkaupið – Ljósmyndastofan er nú í miklum hremmingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stríðsástand í Bandaríkjunum – Handtökuskipanir á hendur lögreglumönnum – Ekki fyrir viðkvæma

Stríðsástand í Bandaríkjunum – Handtökuskipanir á hendur lögreglumönnum – Ekki fyrir viðkvæma
Fyrir 3 dögum

Veisla strax á fyrsta degi

Veisla strax á fyrsta degi
Pressan
Fyrir 3 dögum

WHO spáir að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið á árinu

WHO spáir að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið á árinu