fbpx
Mánudagur 13.júlí 2020
Pressan

Tímamótadómur – Sakfelldur fyrir að beita konu andlegu ofbeldi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. október 2019 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku kvað dómstóll í Nykøbing Falster í Danmörku upp tímamótadóm. 21 árs karlmaður var þá fundinn sekur um að hafa beitt fyrrum unnustu sína andlegu ofbeldi. Hann braut gegn henni og niðurlægði með þessu ofbeldi að mati dómsins.

Ákvæði, sem gerir verknað sem þennan refsiverðan, var bætt við dönsku hegningarlögin í byrjun apríl á þessu ári. Brot mannsins stóðu yfir frá byrjun apríl og fram í miðjan júlí.

Danska ríkisútvarpið segir að samkvæmt ákæruskjalinu hafi maðurinn brotið sjálfsmynd konunnar niður með niðurlægjandi framkomu og orðum. Þetta hafi að lokum orðið til þess konan taldi þetta vera sína sök.

Lotte Nielsen, saksóknari, sagðist sérstaklega ánægð með að maðurinn var sakfelldur fyrir andlegt ofbeldi. Það sendi sterk skilaboð um að andlegt ofbeldi sé einnig talið alvarlegt.

Maðurinn var dæmdur í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi. Ekki er skilgreint í dómnum hversu stór hluti refsingarinnar er vegna andlega ofbeldsins. Hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa beitt konuna líkamlegu ofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýskilin kona vann í Lottó – Fyrrverandi eiginmaður hennar vildi ekki lottómiðann

Nýskilin kona vann í Lottó – Fyrrverandi eiginmaður hennar vildi ekki lottómiðann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hætta framleiðslu Boeing 747 flugvéla

Hætta framleiðslu Boeing 747 flugvéla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svarti póstkassinn í Nevada – Hvaða hlutverki gegnir hann?

Svarti póstkassinn í Nevada – Hvaða hlutverki gegnir hann?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eitt samkvæmi varð honum að bana – Hafði gætt sín vel vikum saman

Eitt samkvæmi varð honum að bana – Hafði gætt sín vel vikum saman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriðjungur Breta vill hugsanlega ekki fá bólusetningu gegn kórónuveirunni

Þriðjungur Breta vill hugsanlega ekki fá bólusetningu gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir frá margvíslegri áreitni – „Hann vildi sofa hjá mér“

Segir frá margvíslegri áreitni – „Hann vildi sofa hjá mér“
Fyrir 5 dögum

Silungsveiðin víða mjög góð

Silungsveiðin víða mjög góð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bandaríkjastjórn vísar erlendum námsmönnum úr landi – Hefur áhrif á íslenska námsmenn

Bandaríkjastjórn vísar erlendum námsmönnum úr landi – Hefur áhrif á íslenska námsmenn