fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Tímamótadómur – Sakfelldur fyrir að beita konu andlegu ofbeldi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. október 2019 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku kvað dómstóll í Nykøbing Falster í Danmörku upp tímamótadóm. 21 árs karlmaður var þá fundinn sekur um að hafa beitt fyrrum unnustu sína andlegu ofbeldi. Hann braut gegn henni og niðurlægði með þessu ofbeldi að mati dómsins.

Ákvæði, sem gerir verknað sem þennan refsiverðan, var bætt við dönsku hegningarlögin í byrjun apríl á þessu ári. Brot mannsins stóðu yfir frá byrjun apríl og fram í miðjan júlí.

Danska ríkisútvarpið segir að samkvæmt ákæruskjalinu hafi maðurinn brotið sjálfsmynd konunnar niður með niðurlægjandi framkomu og orðum. Þetta hafi að lokum orðið til þess konan taldi þetta vera sína sök.

Lotte Nielsen, saksóknari, sagðist sérstaklega ánægð með að maðurinn var sakfelldur fyrir andlegt ofbeldi. Það sendi sterk skilaboð um að andlegt ofbeldi sé einnig talið alvarlegt.

Maðurinn var dæmdur í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi. Ekki er skilgreint í dómnum hversu stór hluti refsingarinnar er vegna andlega ofbeldsins. Hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa beitt konuna líkamlegu ofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 5 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum