fbpx
Miðvikudagur 05.ágúst 2020
Pressan

Eiginkona Kim Jong-un er horfin – Hefur ekki sést í fjóra mánuði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. október 2019 07:58

Ri Sol-ju. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún hefur verið kölluð „dularfulla frúin“. Hún gengur alltaf þremur skrefum fyrir aftan eiginmann sinn, einræðisherrann í Norður-Kóreu, það er að segja ef hún sýnir sig opinberlega.

Ri Sol-ju er gift einum af hræðilegustu mönnum heims og nú er hún horfin af sjónarsviðinu, aftur og enn.

Samkvæmt frétt suður-kóresku fréttastofunnar Yonhap News Agency hefur Ri ekki sést opinberlega síðan 21. júní en þá tóku hjónin á móti Xi Jinping forseta Kína.

En þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún hverfur úr sviðsljósinu á þeim sjö árum sem hún hefur verið eiginkona einræðisherrans. Hún hefur oft haldið sig fjarri sviðsljósinu löngum stundum. Þetta hefur valdið því að margar sögur hafa farið á kreik um hana og er hún eiginlega sveipuð mikilli dulúð vegna þessa.

2016 sást hún til dæmis ekki í níu mánuði. Þá var því velt upp hvort hún væri hugsanlega barnshafandi eða hefði eignast barn. Talið er að hjónin eigi þrjú börn.

Ri er fyrrum söngkona og dansari. Hún hefur, á norður-kóreskan mælikvarða, verið mjög áberandi sem eiginkona einræðisherrans.

Í fjarveru Ri tekur Kim Yo-jong, systir einræðisherrans, stöðu mágkonu sinnar á opinberum vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Enn syrtir í álinn hjá Andrew Bretaprins – Ný skjöl tengja hann enn frekar við Jeffrey Epstein

Enn syrtir í álinn hjá Andrew Bretaprins – Ný skjöl tengja hann enn frekar við Jeffrey Epstein
Pressan
Í gær

Óttaslegnir flugmenn vissu ekki hvað var að gerast – Flugmaðurinn ældi út um gluggann

Óttaslegnir flugmenn vissu ekki hvað var að gerast – Flugmaðurinn ældi út um gluggann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tölvupóstar koma Zuckerberg í vanda – Sýna tilganginn með kaupunum á Instagram

Tölvupóstar koma Zuckerberg í vanda – Sýna tilganginn með kaupunum á Instagram
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hún gerði mig að kynlífsþræl”

„Hún gerði mig að kynlífsþræl”