fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Níu ára stúlka ákærð fyrir að verða fimm manns að bana

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 9. október 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu ára stúlka í Illinois í Bandaríkjunum hefur verið ákærð vegna eldsvoða sem varð þremur börnum og tveimur fullorðnum að bana. Stúlkan er ákærð fyrir morð af fyrstu gráðu.

Eldurinn kom upp í hjólhýsi skammt frá þorpinu Goodfield þann 6. apríl síðastliðinn, en stúlkan er grunuð um að hafa kveikt í með þessum skelfilegu afleiðingum. Börnin sem létust voru eins og tveggja ára en 34 ára karlmaður og 69 ára kona létust einnig í brunanum.

Svo ungt barn hefur ekki sætt svo alvarlegri ákæru frá árinu 2006 að minnsta kosti, að því er bandarískir fjölmiðlar greina frá. „Þetta er harmleikur en eitthvað sem ég tel að við höfum þurft að gera,“ segir Greg Minger, saksóknari í Woodford-sýslu, um ákæruna gegn stúlkunni.

Verði stúlkan verður sakfelld verður stúlkan væntanlega á skilorði í minnst fimm ár, en þó ekki lengur en til 21 árs aldurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 5 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum