fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Forstjórar og verkfræðingar vilja setjast að á tunglinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. september 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forstjórar tæknifyrirtækja og verkfræðingar vilja setjast að á tunglinu. Verkefni nefnist Open Lunar og hófst sem hugmynd sem var varpað fram fyrir nokkrum árum. Það eru því fleiri en geimferðaþjóðir heims og einkarekin geimferðafyrirtæki sem hafa áhuga á tunglinu þessa dagana.

Open Lunar samtökin samanstanda að mestu af forstjórum tæknifyrirtækja og verkfræðingum sem vilja flytja til tunglsins. Bloomberg skýrir frá þessu.

Margir viðkomandi hafa starfað hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA og þeir vilja nú breyta gangi mála þannig að það séu ekki bara einstök ríki sem reyni að koma upp varanlegri búsetu á tunglinu. Open Lunar vill þróa tækni til að rannsaka tunglið og til að fólk geti búið þar saman.

„Æðsta markmið okkar er að búa til friðsamlega búsetu á tunglinu þar sem fólk starfar saman.“

Sagði Chelsea Robins, forstjóri Poen Lunar, í samtali við Bloomberg.

Upphafið að Open Lunar má rekja til nokkurra vina í Silicon Valley í Kaliforníu sem fengu þessa hugmynd og áttuðu sig á að hugsanlega væri hægt að koma upp litlu samfélagi á tunglinu fyrir tvo til þrjá milljarða dollara. Þetta virðist há upphæð en samtökin eru sannfærð um að þeim takist að útvega þetta fjármagn þar sem margir auðmenn séu áhugasamir um tunglið og geiminn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 5 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann