fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Forstjórar og verkfræðingar vilja setjast að á tunglinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. september 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forstjórar tæknifyrirtækja og verkfræðingar vilja setjast að á tunglinu. Verkefni nefnist Open Lunar og hófst sem hugmynd sem var varpað fram fyrir nokkrum árum. Það eru því fleiri en geimferðaþjóðir heims og einkarekin geimferðafyrirtæki sem hafa áhuga á tunglinu þessa dagana.

Open Lunar samtökin samanstanda að mestu af forstjórum tæknifyrirtækja og verkfræðingum sem vilja flytja til tunglsins. Bloomberg skýrir frá þessu.

Margir viðkomandi hafa starfað hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA og þeir vilja nú breyta gangi mála þannig að það séu ekki bara einstök ríki sem reyni að koma upp varanlegri búsetu á tunglinu. Open Lunar vill þróa tækni til að rannsaka tunglið og til að fólk geti búið þar saman.

„Æðsta markmið okkar er að búa til friðsamlega búsetu á tunglinu þar sem fólk starfar saman.“

Sagði Chelsea Robins, forstjóri Poen Lunar, í samtali við Bloomberg.

Upphafið að Open Lunar má rekja til nokkurra vina í Silicon Valley í Kaliforníu sem fengu þessa hugmynd og áttuðu sig á að hugsanlega væri hægt að koma upp litlu samfélagi á tunglinu fyrir tvo til þrjá milljarða dollara. Þetta virðist há upphæð en samtökin eru sannfærð um að þeim takist að útvega þetta fjármagn þar sem margir auðmenn séu áhugasamir um tunglið og geiminn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“