fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Enginn trúði sögunni fyrr en byrjað var að grafa í garðinum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 05:59

Bonnie Haim og sonur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar 1993 hvarf Bonnie Haim á dullarfullan hátt í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum. Hvarf hennar var lengi vel algjör ráðgáta og lögreglan fann hvorki tangur né tetur af henni. Hún var 23 ára þegar hún hvarf.

Nú eru réttarhöld hafin í málinu því eiginmaður hennar hefur nú verið ákærður fyrir að hafa myrt hana. Það gerir málið athyglisvert er að ef hlustað hefði verið á son þeirra hjóna á sínum tíma hefði líklega verið hægt að upplýsa málið fljótt og vel.

Þegar starfsfólk barnaverndarnefndar ræddi við drenginn, sem var þá þriggja ára, eftir að móðir hans hvarf sagði hann:

„Pabbi meiddi mömmu.“

En þessum orðum hans var ekki veitt nein sérstök athygli á þeim tíma. En málið tók síðan nýja stefnu í desember 2014. Þá hafði sonurinn tekið við heimili fjölskyldunnar og var að grafa í garðinum þegar hann fann svolítið. Undir stórum steypuklumpi fann hann hlut sem hann hélt í fyrstu að væri kókoshneta en áttaði sig fljótt á að hér var um höfuðkúpu að ræða að sögn Florida Times-Union.

Rannsókn réttarmeinafræðinga leiddi í ljós að þarna var höfuðkúpan af Bonnie Haim ásamt frekari líkamsleifum hennar. Byssukúla fannst hjá líkamsleifunum og leiddi rannsókn í ljós að hún er úr byssu sem eiginmaðurinn átti þegar Bonnie hvarf.

Þess er vænst að tekist verði á um fyrir dómi hvort framburður sonarins sé trúverðugur í ljósi þess að hann var aðeins þriggja ára þegar móðir hans hvarf. Hann mun væntanlega bera vitni fyrir dómi nú.

En það er ekki bara framburður sonarins sem verður aðalefnið fyrir dómi því öruggt þykir að rætt verði um hvernig stendur á því að veski Bonnie fannst í ruslatunni ekki langt frá alþjóðaflugvellinum í Jacksonville og að bíll hennar fannst á bifreiðastæði flugvallarins. Saksóknari mun einnig skýra frá deilum hjónanna og því að Bonnie reyndi að sögn að leggja peninga til hliðar svo hún og sonurinn gætu flúið frá eiginmanninum. Hann neitar að hafa myrt Bonnie.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?