fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Matur

Mozzarella kjúklingur með sólþurrkuðum tómötum, salami og valhnetum

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 30. september 2023 11:05

Mynd: Heimkaup

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er svona „guilty pleasure” réttur sem smellpassar með góðu rauðvínsglasi. Bráðinn mozzarella, sólþurrkaðir tómatar, valhnetur og það sem setur punktin yfir i-ið góð salami.

Hráefni

Kjúklingur

  • 700 g Kjúklingabringur
  • Hunangs grillolía
  • Hvítlauksduft
  • Pipar
  • 2 kúlur mozzarellaostur
  • 70 g Salami
  • 200 g Sólþurrkaðir tómatar, hakkaðir
  • 1 dl Valhnetur

Kryddsósa

  • 180 ml Sýrður rjómi
  • 1 Hvítlauksrif, pressað
  • 10 g Fersk steinselja, söxuð
  • Salt
  • Pipar

Leiðbeiningar

  1. Penslið ofnfast mót með olíu.
  2. Skerið um þrjá cm skurði í kjúklingabringurnar og setjið í mótið. Penslið kjúklingabringurnar með hunangsgrillolíunni og kryddið með hvítlaukskryddi salti og pipar. Setjið í 225°c heitan ofn í 10 mínútur. Takið út ofni.
  3. Skerið mozzarellaostinn og salami í sneiðar og setjið í skurðina á kjúklinginum. Stráið hökkuðum sólþurrkaða tómata og saxaðar valhnetur yfir kjúklinginn. Setjið aftur inn í ofn í 25 mínútur.
  4. Gerið kryddsósuna með því að blanda öllu saman og hræra. Gott að láta hana standa aðeins áður en hún er borin fram.

Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, einfalt og þægilegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa