Eins fram kemur á vef Fréttablaðsins hafa veitingamenn á þessum samstöðutímum tekið rússneska vodkað úr hillunum hjá sér sem og heimilin og drykkurinn hefur fengið nýtt nafn víða. Hér á landi er hægt að fá íslenskan vodka, Reykjavík vodka, sem er kærkomið í drykkinn. Hér á ferðinni nýi samstöðudrykkurinn Kyvi Mule sem settur er saman úr uppskrift úr smiðju Berglindar Hreiðar matar- og lífsstílsbloggara hjá Gotterí og gersemar. Hefðbundinn Moscow Mule verður Kyiv Mule – uppskriftin fyrir ykkur til að njóta.

Kyiv Mule

Fyrir 2 könnur/glös

120 ml Reykjavík vodka

1 x lime (safinn)

250 ml engiferbjór að eigin vali

Klakar

Fersk mynta og limesneið til skrauts

Fyllið könnuna af klökum til hálfs. Hellið vodka í könnuna, kreistið lime yfir og fyllið upp í með engiferbjór. Hrærið saman með röri og skreytið með ferskri myntu og limesneið.