fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Matur

Lúxus morgunverður meistarans steinliggur

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 9. september 2022 07:30

Hér er á ferðinni draumadrykkur og lúxus súrdeigsbrauðsneið með avókadó. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lúxus morgunverður þarf ekki alltaf að kosta mikla fyrirhöfn. Berglind Hreiðars okkar ástsæli matarbloggari hjá Gotterí og gersemar er búin að vera iðin síðustu vikur að útbúa hollt og gott skólanesti og nú er það morgunverðurinn fyrir meistarann. Þessi hérna samsetning myndi sóma sér hvar sem er, hvenær sem er og ekki er verra að þetta er allt hollt, gott og næringarríkt.

Drykkurinn er dásamlegur og ristuð súrdeigssneið með avókadó og smá twisti er eitthvað sem við mælum með að þið prófið og njótið hvers bita.

 

Morgunverður meistarans

Draumadrykkur

Fyrir  3-4 glös

2 bananar

400 ml vanillumjólk

3 msk. kókos- og möndlusmjör frá Rapunzel

1 msk. Cadbury bökunarkakó

1 lúka (6-8 stk) döðlur

1 msk. chiafræ

2 lúkur klakar

Allt sett í blandarann og þeytt vel.

Avókadósneið með twisti

1 súrdeigssneið

Philadelphia rjómaostur – Extra Protein

½ – 1 avókadó

Agúrkusneiðar

Sesamblanda-krydd

Spírur – próteinblanda

Ólífuolía til steikingar

Steikið brauðsneiðina upp úr smá ólífuolíu þar til hún verður aðeins stökk á báðum hliðum.

Smyrjið sneiðina með rjómaosti, stappið avókadóið gróft og setjið yfir, því næst agúrkusneiðar, sesamkrydd og spírur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 1 viku

Falleg og djúsí bollakökujólatré í aðventunni

Falleg og djúsí bollakökujólatré í aðventunni
Matur
Fyrir 1 viku

Rekstur The Deli settur á sölu

Rekstur The Deli settur á sölu
Matur
Fyrir 2 vikum

Vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur samkvæmt notendum Tripadvisor – Arabískur skyndibiti á toppnum

Vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur samkvæmt notendum Tripadvisor – Arabískur skyndibiti á toppnum
HelgarmatseðillMatur
Fyrir 2 vikum

Pestó drottningin býður upp á girnilegan helgarmatseðil

Pestó drottningin býður upp á girnilegan helgarmatseðil
Matur
Fyrir 3 vikum

Bókin persónuleg og endurspeglar mig sem bakara

Bókin persónuleg og endurspeglar mig sem bakara
Matur
Fyrir 3 vikum

Sjóðheitur og nýr neðanjarðar næturklúbbur opnaði í gærkvöldi

Sjóðheitur og nýr neðanjarðar næturklúbbur opnaði í gærkvöldi
Matur
Fyrir 4 vikum

Gói elskar útieldhúsið sitt og spasvæðið

Gói elskar útieldhúsið sitt og spasvæðið
Matur
07.11.2022

Þrír nýir staðir opna hjá Lemon

Þrír nýir staðir opna hjá Lemon