fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Matur

Vegan með Vítalíu – Sjóðheitt sætkartöflu gnocci og eggjandi eggaldin með steinselju og valhnetum

DV Matur
Laugardaginn 21. maí 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa vikuna deilir Vítalía Lazareva uppskrift að dásamlegum vegan kvöldmat með lesendum DV sem samanstendur af tveimur gómsætum réttum.

„Ég hef mjög gaman af litríkum mat, en hann gleður augað svo mikið,“ segir Vítalía. „Það sem mér þykir skemmtilegast er að prófa mig áfram og skapa eins mikið og ég get frá grunni sjálf, eins og til dæmis að búa til mína eigin möndlumjólk heima eða pasta frá grunni. Mín gullna regla er sú að maður þarf að smakka allt sem maður býr til á öllum stigum matargerðarinnar, smakka sig áfram fram og til baka og aldrei gleyma kryddinu,“ segir hún.

Sjá einnig: Vegan með Vítalíu – Mjúkar og djúsí súkkulaðibitakökur

Hún er að læra matvælafræði við Háskóla Íslands og nýtur sín í eldhúsinu þar sem hún galdrar fram hvern réttinn á fætur öðrum.  Mataræðið hennar er það sem kallast plant based sem þýðir að hún sniðgengur dýraafurðir að mestu.

Sætkartöflu gnocchi

Innihaldsefni:

  • Sætar kartöflur (500-600gr)
  • 180 gr hveiti
  • 3-4 matskeiðar næringarger
  • ½-1 tsk salt
  • 2-3 matskeiðar vegan smjör
  • Einn poki furuhnetur (valfrjálst)

Leiðbeiningar:

  • Byrjið á því að baka sætu kartöflurnar. Bakist við 200 gráður í ca 50-60 mínútur, þangað til kartaflan er orðin mjúk í gegn
  • Best er að setja heila kartöflu inn í ofninn og stinga í hana alla með gafli. Þegar kartaflan er tilbúin skal taka hýðið af henni áður en hún er stöppuð, stappið kartöflunni vel saman þar til samfellt.
  • Bætið við salti og næringargeri í stöppuna
  • Næst skal bæta hveitinu smátt og smátt, passið að ofþeyta ekki og reynið að þeyta sem minnst til þess að koma í veg fyrir það að deigið verði of klístrað. Þeytið þangað til deigið hefur tekið á sig mynd, án þess að ofþeyta.
  • Stráið hveiti á vinnusvæðið ykkar og skiptið deiginu í nokkra hluta, best er að vigta deigið og skipta því jafnt niður. Þegar deiginu hefur verið skipt niður má byrja að rúlla því í eins konar pulsu og skera niður í ca 2-3 cm bita.
  • Takið pott og fyllið hann með vatni, ekki gleyma að salta vatnið.
  • Þegar vatnið hefur náð suðu má bæta við gnocchinu, það flýtur upp þegar það er tilbúið og þá má taka það úr vatninu, sigta og leggja til hliðar.
  • Næst skal hita pönnu með vegan smjöri á miðlungshita, þá skal bæta við gnocchi og steikja það örlítið þangað til það hefur tekið á sig gullbrúnan lit, það verður stökkt að utan og mjúkt að innan. Gott er að notast við salt og pipar.
  • Gott er að rista furuhnetur á pönnu og strá yfir.

 

Ofnbakað eggjaldin með steinselju og valhnetum

Hér er mikilvægasta skrefið fólgið í því að skera niður eggjaldinið í sneiðar og strá salti yfir, látið síðan eggjaldinið standa í rúman hálftíma í skál. Eftir hálftíma hefur runnið niður vökvi af eggjaldininu og þá er það tilbúið til eldunar, en þetta er gert til að draga úr biturleikanum af eggjaldininu.

Innihaldsefni:

  • 1-2 eggjaldin (fer eftir stærð)
  • 60 ml ólífuolía
  • 50 gr saxaðar valhnetur
  • ½- 1 tsk salt
  • ½-1 tsk pipar
  • 1 búnt af steinsselju
  • 2-3 tsk af sítrónusafa

Leiðbeiningar:

  • Skerið eggjaldinið niður í jafnþykkar hringlaga sneiðar og leggið í ílát/skál, stáið salti yfir og leyfið að liggja í hálftíma. Þegar tíminn er liðinn má taka eggjaldinið uppúr vatninu og þurrka það með pappír.
  • Hitið ólífuolíuna á meðalhita á pönnu og setjið síðan eggjaldinið á pönnuna, það tekur ca 2-3 mínútur að steikja eggjaldinið á hvorri hlið, þið sjáið það á litnum, það verður mjúkt og gyllt.
  • Þegar búið er að steikja eggjaldinið skal raða því á bökunarplötu með bökunarpappír, og leyfa því að standa í rúmar 5 mínutur til að leyfa olíunni að leka af.
  • Færið eggjaldinið í eldfast mót, hér er gott að krydda með salt og pipar eftir smekk, næst skal undirbúa dressinguna og kurlið
  • Blandið saman sítrónusafanum og ólífuolíunni í skál, salt og pipar eftir smekk.
  • Næst skal saxa niður valhnetunum og steinsseljunni
  • Dressingin er síðan sett yfir allt eggjaldinið og að lokum stráum við söxuðum valhnetum og steinsseljunni yfir. Gott er að dreypa smá ólífuólíu yfir allt í lokin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa