fbpx
Sunnudagur 12.maí 2024
Fréttir

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 28. apríl 2024 09:30

Erilsöm nótt að vanda. Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gær og nótt eins og vanalega á laugardögum. Meðal annars þurfti hún að hafa afskipti af manneskju sem var með leiðindi á spítala í hverfi 108, sem gera má ráð fyrir að sé Borgarspítalinn.

Lögregla skakkaði einnig leikinn á milli aðila í slagsmálum í Hlíðahverfinu. Í því hverfi var einnig tilkynnt um að óvelkomnir aðilar væru komnir inn í bygginu. Þá var tilkynnt um líkamsárás á skemmtistað í miðborginni sem og umferðaróhapp.

Í Garðabæ var lögregla og sjúkralið kölluð til þegar tilkynnt var um slasaðan aðila. Þegar þau mættu á svæðið var hins vegar engan slasaðan að finna.

Á Völlunum í Hafnarfirði var lögregla kölluð til vegna ósættis heimilisfólks, sem og í Kópavogi þar sem ósætti var á milli aðila. Þar var líka dósum kastað niður af svölum á bílaplan.

Í hverfi 112, Grafarvogi, voru ungmenni með leiðindi í sundlaug. Einnig aðili í Háaleitishverfinu sem var ekið heim af lögreglunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rekstur Base Parking virðist vera að sigla í strand

Rekstur Base Parking virðist vera að sigla í strand
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóra Björt fordæmir Kastljóssþátt Maríu Sigrúnar – „Rangfærslur og hrár áróður“

Dóra Björt fordæmir Kastljóssþátt Maríu Sigrúnar – „Rangfærslur og hrár áróður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þó það sé ekki al­veg hægt að vera viss um allt í þessu þá er þetta bara staðan“

„Þó það sé ekki al­veg hægt að vera viss um allt í þessu þá er þetta bara staðan“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eldgosinu er lokið

Eldgosinu er lokið