fbpx
Þriðjudagur 31.mars 2020
Matur

Móðir hefur fundið hinn fullkomna felustað fyrir súkkulaðið: „Falið beint fyrir framan nefið á honum“

DV Matur
Föstudaginn 7. febrúar 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ertu orðin þreytt/ur á því að barnið þitt er alltaf að stelast í sælgætið þitt? Þá er ein úrræðagóð móðir með lausnina fyrir þig.

Konan sýndi hvernig hún felur súkkulaði frá 16 ára syni sínum og er lausnin svo einföld að þú trúir því ekki. Hún birti mynd í Facebook hópnum „Mums Who Organise“.

„Falið beint fyrir framan nefið á honum. Inn í poka af frosnum berjum er súkkulaðistykki. Ég faldi það svo sonur minn gæti ekki fundið það og étið það upp til agna,“ segir konan.

Færslan vakti mikil viðbrögð og hrósuðu margar mæður henni fyrir sniðugan felustað.

„Ég ætla að gera þetta! Krökkunum mínum myndi aldrei detta í hug að leita þarna,“ segir ein móðir.

„Stjúpsonur minn er kominn með þann vana að fá sér sælgæti um miðnætti eða um miðja nótt. Hann hefur fundið alla felustaðina mína en hann er ekki hrifin af hollum mat (hann er fjórtán ára) þannig honum myndi ekki detta í hug að leita þarna,“ segir önnur kona.

Svo er alltaf hægt að fá sér lítinn öryggisskáp inn í ísskápinn eins og unnusti Stacey Lowe gerði. Hann setti öryggisskáp úr glæru plasti í ísskápinn þeirra, en hann var orðinn þreyttur á því að hún væri sífellt að borða súkkulaðið hans. Hún greindi frá þessu á Facebook, alveg brjáluð.

Sjá einnig: Myndir þú fyrirgefa maka þínum ef hann myndi gera þetta?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Súkkulaðbitakökur úr hverju???

Súkkulaðbitakökur úr hverju???
Matur
Fyrir 1 viku

Ofureinföld ketó súkkulaðikaka: „Ég kom sjálfri mér eiginlega á óvart með þessari“

Ofureinföld ketó súkkulaðikaka: „Ég kom sjálfri mér eiginlega á óvart með þessari“
Matur
Fyrir 3 vikum

Berst Kórónuveiran með matvælum? Nei, en…

Berst Kórónuveiran með matvælum? Nei, en…
Matur
Fyrir 3 vikum

Nú steinhættir þú að geyma tómatsósuna inn í ísskáp

Nú steinhættir þú að geyma tómatsósuna inn í ísskáp
Matur
24.02.2020

Sjáið hvernig á að búa til hina fullkomnu rjómabollu

Sjáið hvernig á að búa til hina fullkomnu rjómabollu
Matur
23.02.2020

Gleymdu sykursukkinu – Svona býrðu til ketó rjómabollu sem bragð er af

Gleymdu sykursukkinu – Svona býrðu til ketó rjómabollu sem bragð er af