fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Matur

Ævar gekk fram af vinum sínum: „Nú ertu að tapa glórunni“ – Sjáið morgunmatinn sem gerði allt vitlaust

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. apríl 2019 08:45

Myndbandið sem brýtur internetið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ævar Austfjörð hefur vakið talsverða athygli síðustu misseri fyrir mataræðið sitt, en hann borðar eingöngu kjöt. Hann sagði frá því í Bítinu á Bylgjunni snemma á þessu ári að hann borði fjögur hamborgarabuff í morgunmat.

„Ég steiki hamborgarabuff medium og gúffa þeim bara í mig, sex til sjö hundruð grömmum. Það er morgunmatur,“ sagði Ævar, sem borðar að sjálfsögðu ekkert meðlæti með, hvorki grænmeti, brauð né franskar. „Ég verð saddur af því og líður best.“

Nú virðist Ævar hafa prófað svolítið nýtt, ef marka má Facebook-síðu hans.

„Ég nennti ekki að elda morgunmatinn,“ skrifar Ævar við myndband þar sem hann sést borða hamborgarabuff hrátt í morgunmat. Þetta hefur farið misvel ofan í vini hans.

„Nú ertu að tapa glórunni, drengur minn,“ skrifar einn vina hans og annar bætir við: „Neiiiii nú segi ég stopp.“

Enn annar vinur hans segir þetta fulllangt gengið, en þá svarar Ævar:

„Ótrúlega margir sem borða hrátt. Flestir vegna meltingarvandamála. Það hefur aldrei höfðað til mín þó ég hafa smakkað hrátt af og til. Í morgun hreinlega langaði mig í kjötið hrátt þannig að…hví ekki.“

Þá er Ævar spurður hvort hann hafi fundið mikinn mun á kjötinu hráu eða elduðu.

„Borðaði minna en ég hélt að ég þyrfti. Líður mjög vel eftir á. Finn svona „sharpness“ í kollinum.“

Myndbandið umdeilda má horfa á hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa