fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Kakan sem öskrar á jólin – Sjáið uppskriftina

DV Matur
Mánudaginn 16. desember 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa uppskrift fundum við á matarvefnum Delish og þurftum að deila henni áfram. Hér er um að ræða köku sem er eins og risastór piparkaka með fullt, fullt af glassúr. Gerist ekki jólalegra!

Piparkökukaka

Hráefni:

2 2/3 bolli hveiti
1 tsk. matarsódi
3 tsk. engifer
1 msk. kanill
1 tsk. allra handa
¼ tsk. salt
160 g smjör, mjúkt
1 bolli púðursykur
2 egg
1 tsk. vanilludropar
¾ bolli melassi
1 bolli heitt vatn

Glassúr – hráefni:

1 bolli flórsykur
2 msk. mjólk
½ tsk. kanill

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og smyrjið brauðform vel. Blandið hveiti, matarsóda, engiferi, kanil, allra handa og salti saman í skál og setjið til hliðar. Þeytið smjör og púðursykur vel saman. Bætið því næst eggjum og vanilludropum saman við. Blandið melassa og heitu vatni vel saman í lítilli skál. Blandið því saman við eggjablönduna og loks við þurrefnin. Hellið í formið og bakið í 55 til 60 mínútur. Kælið. Hrærið öllum hráefnum í glassúrinn vel saman og skreytið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa